Brynhildar-blár slær í gegn

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona var gestur í þættinum Heimilislíf á dögunum.
Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona var gestur í þættinum Heimilislíf á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona var gestur í þættinum Heimilislíf á dögunum. Á eldhúsi og gangi heima hjá henni og manni hennar, Heimi Sverrissyni, er blár litur sem vakið hefur mikla athygli. Eftir að þátturinn var sýndur var mikið spurt um litinn í Slippfélaginu. 

„Við vorum spennt fyrir dökkum litum á stóra fleti, lofthæðin er mikil og birtan fjölbreytileg og falleg. Blár varð fyrir valinu – ég lét taka blámann niður og bæta örlitlum svörtum í litinn. Úr varð Brynhildar-blár sem kominn er inn hjá Slippfélaginu,“ segir Brynhildur í samtali við Smartland. 

Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins.
Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins.

Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins, segir að liturinn sé að slá í gegn hjá þeim. 

„Það er óhætt að segja að þessi litur sé að slá í gegn hjá okkur enda kannski engin furða, hann er eiginlega alveg guðdómlegur. Svona fallega blár með örlitlu af svörtu litarefni í sér sem gefur honum fallegan blágráan tón. Það má líka segja að litarstyrkleiki hans sé akkúrat réttur, ekki of dökkur og ekki of ljós, þannig að hann fer vel með flestum innanstokksmunum. Það er greinilegt að landsmenn vilja líka þessa góðu stemmingu sem liturinn gefur heimilinu hennar Brynhildar heima hjá sér,“ segir Hrefna María.  

Eldhúsið er málað í Brynhildar-bláum lit.
Eldhúsið er málað í Brynhildar-bláum lit. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál