Langar þig að gista í húsi látins hönnuðar?

ljósmynd/vmmiamibeach.com

Gianni Versace, stofnandi Versace-tískuhússins, keypti Villa Casa Casuarina á Flórída árið 1992 og var myrtur á tröppum villunnar árið 1997. Húsið hefur að mörgu leyti haldist eins þrátt fyrir mikið af eigum hans hafi verið selt. 

Nú er hægt að gista í þessu sögufræga húsi og anda að sér anda Versaces. Systir Giannis og arftaki, Donatella Versace, gisti til að mynda oft í húsinu í herbergi sem kallað er Signature Suite á meðan bróðir þeirra Santo gisti í herbergi sem kallað er Venusarherbergið. 

Fagurlega skreyttir veggir og loft einkenna glæsilegt húsið en loft, veggir, gólf og gluggar eru frá tíð Giannis Versaces. Nýjasta þáttröðin af American Crime Story fjallar um morðið á Versace og er að hluta tekin upp í Villa Casa Casuarina.

Gianni Versace var skotinn til bana fyrir utan Villa Casa …
Gianni Versace var skotinn til bana fyrir utan Villa Casa Casuarina. mbl.is/AFP
ljósmynd/vmmiamibeach.com
ljósmynd/vmmiamibeach.com
ljósmynd/vmmiamibeach.com
Donatella Versace yfirhönnuður Versace og systir Gianni Versace.
Donatella Versace yfirhönnuður Versace og systir Gianni Versace. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál