Bað eða sturta, hvort borgar sig?

Baðið er ekki jafn vinsælt og sturtan.
Baðið er ekki jafn vinsælt og sturtan. mbl.is/Thinkstocphotos

Sturtur hafa í gegnum árin orðið vinsælli en baðið. Þegar baðherbergi eru tekin í gegn vaknar oft sú spurning hvort velja eigi bað eða sturtu eða hvort tveggja. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er gott að hafa í huga hvað borgar sig þegar íbúðin fer aftur á markað. 

New York Times athugaði málið og svo virðist sem sífellt fleiri kjósi að setja stóran og góðan sturtuklefa í stað baðkersins. Jason Haber hefur fjárfest í fasteignum og segir hann að fólk hafi verið yfir sig hrifið af stórum sturtum í íbúðum í byggingu sem hann lét gera upp. Þar hafi íbúðir verið seldar út af sturtunni. 

Michelle Landau hönnunarstjóri segir að sturtuklefinn geti látið baðherbergi líta út fyrir að vera stærra en ef baðker væri þar. Á hún þá við nútímalegar sturtur með gleri sem auðvelt er að þrífa. Innanhússhönnuðurinn Tamara Eaton segir að flestir kúnna sinna kjósi sturtuklefa í stað baðkers. 

Af þessu má dæma að sturtuklefinn borgar sig en þá má ekki gleyma barnafólkinu sem hugsar um hvernig það eigi að baða lítil börn sín þegar ekkert bað er að finna. Því telja sumir að það borgi sig að vera með sturtuklefa í smærri íbúðum en í stærri íbúðum sé gott að vera með bað.

Stór og góður sturtuklefi kemur oft í stað baðkars.
Stór og góður sturtuklefi kemur oft í stað baðkars. mbl.is/Thinkstocphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál