Heimilistrendin 2018

Plöntur, myndlist og reyrhúsgögn eru málið samkvæmt Pinterest.
Plöntur, myndlist og reyrhúsgögn eru málið samkvæmt Pinterest. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru fáir staðir betri til að leita að hugmyndum og innblæstri en Pinterest en á síðunni má meðal annars finna finna fjölmargar myndir af heitustu innanhúss-stefnunum. Það liggur því næst að leita til Pinterest til þess að spá um hvað sé málið þegar kemur að því að fegra heimilið árið 2018. 

Starfsfólk Pinterest tók saman heitustu stefnur í hinum ýmsu flokkum með því að skoða síðuna sína. Tíu atriði lentu efst í heimilisflokknum. 

Hótelstíll

Fólk er í meira mæli að skreyta heimilið sitt þannig að því líði eins og það sé í fríi á rólegum stað. Baðherbergi með spa-innblæstri og reyrhúsgögn eru málið. 

Málmar

Málmar halda áfram að vera vinsælir. 

Terazzo

Rétt eins og marmarinn færði sig yfir í annað en bara gólfefni og borðplötur er von á að fólk fari að nota terazzo í meira mæli. 

Fimmti veggurinn

Skraut í loftið er á uppleið. 

Skrautleg húsgögn

Skrautleg húsgögn eins og þessi kommóða eru sögð verða heit árið 2018. 

Gólfefni

Gólfefni í gráum tónum og fiskibeinamunstur eru málið þegar kemur að gólfefnum. 

Hurðir sem tekið er eftir 

Fagurlega málaðar útidyrahurðir eins og þessi bláa eru að verða vinsælli. 

Munstraðar plöntur

Plöntur halda áfram að vera vinsælar en venjulegar grænar plöntur er ekki nóg. Nú er um að gera að skoða áferð og litbrigði plantnanna. 

Stórar myndir 

Myndlist er alltaf inni og nú sem aldrei fyrr þykir ekki smart að hafa auða veggi. Stórar myndir og þá sérstaklega prentmyndir halda áfram að vera vinsælar. 

Grænn litur

Hvítur ætti ekki endilega vera fyrsti kostur þegar kemur að hlutlausum lit. Salvígrænn er bæði flottur og róandi. 

Græni liturinn er áfram vinsæll.
Græni liturinn er áfram vinsæll. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál