Jón og Hildur Vala selja Hagamelinn

Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson.
Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarfólkið Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa sett sína fallegu íbúð við Hagamel á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. 

Hæðin er 184 fm að stærð og er í húsi sem byggt var 1959. Heimili Jóns og Hildar Völu er vel skipulagt og huggulegt. Tekkið fær að njóta sín í íbúðinni en í þar eru upprunalegar innihurðir og skápar. Búið er að endurnýja íbúðina töluvert. Þar er til dæmis búið að skipta um eldhús og taka baðherbergið í gegn. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting, fallegar hvítar flísar á milli skápa og góður eldhúskrókur. Það sem vekur athygli er að þvottavélin er í eldhúsinu sem er afar hentugt á stóru heimili. 

Blái liturinn fær að njóta sín á nokkrum veggjum og skapar hann bæði hlýleika og mýkt. 

Eins og sést á myndunum eru Jón og Hildur Vala smekklegt fólk. 

Af fasteignavef mbl.is: Hagamelur 33

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál