Stækkaðu heimilið með speglum

Berglind Berndsen innanhússarkitekt hannaði þetta baðherbergi. Sjáið hvernig spegillinn nær …
Berglind Berndsen innanhússarkitekt hannaði þetta baðherbergi. Sjáið hvernig spegillinn nær vegg í vegg og er með lýsingu undir.

Speglar eru mikið í tísku en þeir eru einn hagkvæmasti aukahlutur sem hægt er að kaupa inn á heimilið. Innanhússarkitektar og hönnuðir halda því margir hverjir fram að það sé ekkert rými fullkomið án spegils. Auðvitað er hægt að kaupa staka spegla og hengja upp á vegg hjá sér en það er líka sniðugt að láta sérsmíða spegla inn í rými og hafa þá jafnvel með annarri áferð, bronsi, reyklitaða og róslitaða. 

Speglar hafa mikið notagildi en það er varla til sú manneskja sem ekki lítur í spegil daglega. Speglar dreifa birtu og skipta því miklu máli ef fólk vill hafa bjart og fallegt í kringum sig.

Þegar kemur að speglum dugar engin hógværð og því stærri sem spegilinn er því betra. Í meðfylgjandi grein má sjá hvernig speglar eru notaðir á framúrskarandi hátt. 

Hanna Stína innanhússarkitekt lét sérsmíða þennan spegil í Glerborg.
Hanna Stína innanhússarkitekt lét sérsmíða þennan spegil í Glerborg. mbl.is/Árni Sæbert
Hér lét Hanna Stína speglaklæða viftu með bronsspeglum úr Glerborg.
Hér lét Hanna Stína speglaklæða viftu með bronsspeglum úr Glerborg. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál