Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

Fjölskyldan í Kópavoginum breytti eldhúsinu sínu með málningu.
Fjölskyldan í Kópavoginum breytti eldhúsinu sínu með málningu. Ljósmynd/Aðsend

Á dögunum breyttu þau Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason eldhúsinu sínu í Kópavoginum en þau máluðu meðal annars myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö og setti saman í myndband í lokin. 

Áður en þau hófust handa var Þórunn Stella smeyk við að eyðileggja vandaða eldhúsinnréttinguna. Áhyggjurnar voru þó óþarfar eins og sést á myndunum og í dag sér Þórunn helst eftir því að hafa ekki gert þetta fyrr. 

Ef skrefum Þórunnar Stellu er fylgt ættu flestir þeir sem búa yfir smá þolinmæði að geta frískað upp á eldhúsið hjá sér. Eins og sést á fyrir- og eftirmyndunum er mun léttara yfir eldhúsinu og spilar það inn í að þau máluðu ekki bara eldhúsinnréttinguna heldur flísarnar á milli efri og neðri skápanna líka. 

Létt er yfir eldhúsinu eftir breytingarnar.
Létt er yfir eldhúsinu eftir breytingarnar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir breytingarnar voru grænar skáphurðir og gular flísar í eldhúsinu.
Fyrir breytingarnar voru grænar skáphurðir og gular flísar í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Hér má finna upplýsingar um hvernig best er að fara að þegar innrétting og flísar er málað. Einnig má sjá myndband af öllu ferlinu neðst í fréttinni. 

Að mála innréttingu:

 1. Þrífa með volgu vatni og sápu.
 2. Þrífa með hreinsiefni til að ná allri fitu og óhreinindum af en efni geta flagnað af ef fita er á innréttingunni.
 3. Pússa yfir fleti með sandpappír númer 180 sem á að grunna og lakka.
 4. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 5. Leggja á undirlag með upphækkun.
 6. Grunna innréttinguna. Gefið grunninum sex til átta klukkustundir til að þorna áður en snúið er við og hin hliðin grunnuð.
 7. Pússa létt yfir grunninn þegar hann hefur þornað með sandpappír númer 240.
 8. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 9. Lakka yfir eina umferð. Lakkið þarf að þorna í sex til átta klukkustundir.
 10. Síðan er slípað mjög létt yfir með sandpappír 320 (mjög fínn pappír).
 11. Rykið tekið með rökum klút eða rykklút.
 12. Önnur umferð lökkuð yfir.
 13. Athugið að lakkið getur verið sjö til tíu daga að fullharðna en hægt er að setja innréttinguna upp varlega. Varist hins vegar mikið hnjask í þennan tíma eða þrif. Akrýllakk er plastefni sem þarf tíma til að ná fullri hörku.
 14. Mikilvægt að nota lakkrúllu (snögghærð) og lakkpensil svo áferðin verði sem best.

Að mála flísar:

 1. Þrífa með hreinsiefni til að ná allri fitu og óhreinindum af.
 2. Grunna með en grunnurinn þarf að þorna í sex til átta klukkustundir. 
 3. Lakka tvær umferðir. Lakkið þarf að þorna í sex til átta klukkustundir á milli umferða. mbl.is

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

19:00 „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

17:00 Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14:00 „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

10:00 Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

05:32 Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

Í gær, 23:59 Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

í gær Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

í gær Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

í gær Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

í gær Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

í gær Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

12.12. Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

12.12. Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

12.12. „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

12.12. Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

12.12. Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

11.12. Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

11.12. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »