Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

Fjölskyldan í Kópavoginum breytti eldhúsinu sínu með málningu.
Fjölskyldan í Kópavoginum breytti eldhúsinu sínu með málningu. Ljósmynd/Aðsend

Á dögunum breyttu þau Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason eldhúsinu sínu í Kópavoginum en þau máluðu meðal annars myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö og setti saman í myndband í lokin. 

Áður en þau hófust handa var Þórunn Stella smeyk við að eyðileggja vandaða eldhúsinnréttinguna. Áhyggjurnar voru þó óþarfar eins og sést á myndunum og í dag sér Þórunn helst eftir því að hafa ekki gert þetta fyrr. 

Ef skrefum Þórunnar Stellu er fylgt ættu flestir þeir sem búa yfir smá þolinmæði að geta frískað upp á eldhúsið hjá sér. Eins og sést á fyrir- og eftirmyndunum er mun léttara yfir eldhúsinu og spilar það inn í að þau máluðu ekki bara eldhúsinnréttinguna heldur flísarnar á milli efri og neðri skápanna líka. 

Létt er yfir eldhúsinu eftir breytingarnar.
Létt er yfir eldhúsinu eftir breytingarnar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir breytingarnar voru grænar skáphurðir og gular flísar í eldhúsinu.
Fyrir breytingarnar voru grænar skáphurðir og gular flísar í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Hér má finna upplýsingar um hvernig best er að fara að þegar innrétting og flísar er málað. Einnig má sjá myndband af öllu ferlinu neðst í fréttinni. 

Að mála innréttingu:

 1. Þrífa með volgu vatni og sápu.
 2. Þrífa með hreinsiefni til að ná allri fitu og óhreinindum af en efni geta flagnað af ef fita er á innréttingunni.
 3. Pússa yfir fleti með sandpappír númer 180 sem á að grunna og lakka.
 4. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 5. Leggja á undirlag með upphækkun.
 6. Grunna innréttinguna. Gefið grunninum sex til átta klukkustundir til að þorna áður en snúið er við og hin hliðin grunnuð.
 7. Pússa létt yfir grunninn þegar hann hefur þornað með sandpappír númer 240.
 8. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 9. Lakka yfir eina umferð. Lakkið þarf að þorna í sex til átta klukkustundir.
 10. Síðan er slípað mjög létt yfir með sandpappír 320 (mjög fínn pappír).
 11. Rykið tekið með rökum klút eða rykklút.
 12. Önnur umferð lökkuð yfir.
 13. Athugið að lakkið getur verið sjö til tíu daga að fullharðna en hægt er að setja innréttinguna upp varlega. Varist hins vegar mikið hnjask í þennan tíma eða þrif. Akrýllakk er plastefni sem þarf tíma til að ná fullri hörku.
 14. Mikilvægt að nota lakkrúllu (snögghærð) og lakkpensil svo áferðin verði sem best.

Að mála flísar:

 1. Þrífa með hreinsiefni til að ná allri fitu og óhreinindum af.
 2. Grunna með en grunnurinn þarf að þorna í sex til átta klukkustundir. 
 3. Lakka tvær umferðir. Lakkið þarf að þorna í sex til átta klukkustundir á milli umferða. mbl.is

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

Í gær, 09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í gær Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í fyrradag „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »