Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

Fjölskyldan í Kópavoginum breytti eldhúsinu sínu með málningu.
Fjölskyldan í Kópavoginum breytti eldhúsinu sínu með málningu. Ljósmynd/Aðsend

Á dögunum breyttu þau Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason eldhúsinu sínu í Kópavoginum en þau máluðu meðal annars myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö og setti saman í myndband í lokin. 

Áður en þau hófust handa var Þórunn Stella smeyk við að eyðileggja vandaða eldhúsinnréttinguna. Áhyggjurnar voru þó óþarfar eins og sést á myndunum og í dag sér Þórunn helst eftir því að hafa ekki gert þetta fyrr. 

Ef skrefum Þórunnar Stellu er fylgt ættu flestir þeir sem búa yfir smá þolinmæði að geta frískað upp á eldhúsið hjá sér. Eins og sést á fyrir- og eftirmyndunum er mun léttara yfir eldhúsinu og spilar það inn í að þau máluðu ekki bara eldhúsinnréttinguna heldur flísarnar á milli efri og neðri skápanna líka. 

Létt er yfir eldhúsinu eftir breytingarnar.
Létt er yfir eldhúsinu eftir breytingarnar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir breytingarnar voru grænar skáphurðir og gular flísar í eldhúsinu.
Fyrir breytingarnar voru grænar skáphurðir og gular flísar í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Hér má finna upplýsingar um hvernig best er að fara að þegar innrétting og flísar er málað. Einnig má sjá myndband af öllu ferlinu neðst í fréttinni. 

Að mála innréttingu:

 1. Þrífa með volgu vatni og sápu.
 2. Þrífa með hreinsiefni til að ná allri fitu og óhreinindum af en efni geta flagnað af ef fita er á innréttingunni.
 3. Pússa yfir fleti með sandpappír númer 180 sem á að grunna og lakka.
 4. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 5. Leggja á undirlag með upphækkun.
 6. Grunna innréttinguna. Gefið grunninum sex til átta klukkustundir til að þorna áður en snúið er við og hin hliðin grunnuð.
 7. Pússa létt yfir grunninn þegar hann hefur þornað með sandpappír númer 240.
 8. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 9. Lakka yfir eina umferð. Lakkið þarf að þorna í sex til átta klukkustundir.
 10. Síðan er slípað mjög létt yfir með sandpappír 320 (mjög fínn pappír).
 11. Rykið tekið með rökum klút eða rykklút.
 12. Önnur umferð lökkuð yfir.
 13. Athugið að lakkið getur verið sjö til tíu daga að fullharðna en hægt er að setja innréttinguna upp varlega. Varist hins vegar mikið hnjask í þennan tíma eða þrif. Akrýllakk er plastefni sem þarf tíma til að ná fullri hörku.
 14. Mikilvægt að nota lakkrúllu (snögghærð) og lakkpensil svo áferðin verði sem best.

Að mála flísar:

 1. Þrífa með hreinsiefni til að ná allri fitu og óhreinindum af.
 2. Grunna með en grunnurinn þarf að þorna í sex til átta klukkustundir. 
 3. Lakka tvær umferðir. Lakkið þarf að þorna í sex til átta klukkustundir á milli umferða. mbl.is

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

12:00 Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

09:01 Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

06:00 „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

Í gær, 23:59 Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

í gær „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

í gær Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

HönnunarMars í Epal

í gær Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

í gær Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

í gær Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

í gær „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

í gær Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

í fyrradag Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

18.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

17.3. Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

18.3. Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

18.3. Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

17.3. Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »