Keypti íbúð 18 ára og gerði hana fokhelda

Aron Már Atlason ákvað 13 ára að kaupa sér snemma …
Aron Már Atlason ákvað 13 ára að kaupa sér snemma íbúð. Haraldur Jónasson/Hari

Meðfram atvinnuflugmannsnámi hefur hinn 19 ára gamli Aron Már Atlason staðið í framkvæmdum á íbúð sem hann keypti sér aðeins 18 ára. Aron sem byrjaði að safna fyrir íbúð við fermingu sá tækifæri  í illa farinni íbúð á Bárugötunni og gerði hana fokhelda áður en hann byrjaði að laga hana. Neðst í fréttinni má sjá myndir af íbúðinni fyrir breytingar. 

„Ég keypti íbúðina innan við mánuði eftir að ég varð 18 ára. Ég ákvað um um leið og ég fermdist að leggja allt til hliðar. Ég sleppti að kaupa nýja iphone-síma eins og allir gerðu og allt þetta dót og bara safnaði peningum og átti síðan nægilega mikið eigið fé þegar ég var 18 ára, búinn að vinna öll sumur eins og brjálæðingur, og keypti mér íbúð,“ segir Aron Már sem lítur mikið upp til pabba síns sem hefur verið í fasteignabraski eins og hann orðar það.

Byrjaði snemma að safna

Það er eitt að safna sér fyrri útborgun og annað að komast í gegnum greiðslumat. „Á þessum tíma hitti ég yndislegan fulltrúa fyrir Arion banka og hún aðstoðaði mig rosalega vel að komast í gegnum greiðslumatið,“ segir Aron. 

Fólk sem Aron Már hittir gerir oft ráð fyrir að pabbi hans hafi keypt handa honum íbúð. Aroni finnst það sárt en nennir ekki í átök við þannig fólk. „Þú mátt alveg hugsa það ef þú vilt, ég veit hvað ég gerði. Ég veit að ég lagði inn vinnuna. Í staðinn fyrir símann og Gucci-beltið sem þú ert með þá keypti ég mér íbúð. Í staðinn fyrir að eyða öllum mínum peningum með því að fara í ísbíltúr og bíó. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað fólk er að eyða miklum peningum í mat. Ég gerði mér grein fyrir því mjög snemma að ég var að eyða 35 þúsund krónum á mánuði í mat og skyndibita.“

Eftir breytingar.
Eftir breytingar. Ljósmynd/Aðsend

„Í fimm ár lagði ég 80 prósent af öllu sem ég átti til hliðar. Ég gat gert það af því að ég bý heima hjá mér. Ég get farið í ísskápinn og get tekið hvað sem er,“  segir Aron sem segir að sparnaðurinn hafi verið þess virði.

Reyndi að kaupa íbúð 17 ára

Aron Már er ekki sammála því fólki sem skilur ekki af hverju hann er að eyða tímanum í það að vinna en ekki hella í sig og djamma. „Fyrstu 25 árin eru bara byrjunin. Hvað ætlar þú að gera þegar þú verður fertugur, sextugur? þá viltu vera að njóta lífsins,“ segir Aron Már sem ætlaði sér aldrei að fara á leigumarkað. „Þú vilt vera búinn með þetta þegar þú ert komin á  þennan aldur.“

Aron Már viðurkennir að hann sé kannski svolítið ýktur að hafa sett sér það markmið 13 ára að kaupa sér íbúð 18 ára. „Þegar ég var 17 ára átti ég nægan pening til þess að kaupa íbúð. Ég var að reyna finna einhvern fjölskyldumeðlim sem var tilbúinn að setja hana á sitt nafn þar sem ég var ekki orðinn 18 ára, það var enginn beint til í það. Ég fór á fund í Arion banka og reyndi á tímabili að senda forsetabréf til þess að fá undaþágu.“

Eftir breytingar.
Eftir breytingar. Ljósmynd/Aðsend

Vinir og fjölskylda tóku til hendinni

Fyrst þegar Aron Már skoðaði íbúðina hugsaði hann með sér hvert hann væri eiginlega kominn. Fyrri eigandi hafði reykt mikið í íbúðinni svo veggirnir voru gulir og lyktin segir hann að hafi verið hryllileg. „Þetta fór úr því að vera svínastía í það sem ég sá fyrir mér.“

„Ég byrjaði daginn sem ég fékk lyklana afhenta að íbúðinni. Þá byrjaði á því að rífa niður lista af hurðum og byrjaði að rústa öllu. Þetta átti aldrei að fara svona langt. Áður en ég vissi af þá var allt orðið fokhelt,“ segir Aron sem þurfti að leggja allar lagnir aftur. Hann steypti líka nýtt gólf en hann segist hafa verið kominn niður í grunninn á húsinu. Hann setti auk þess hita í gólfin og braut niður vegg til þess að stækka svefnherbergið. Margt þurfti því að gera við íbúðina enda húsið um 100 ára gamalt.

Aron Már gerði mikið sjálfur en fékk líka mikla og góða hjálp frá fjölskyldu og vinum. Hann fékk einnig aðstoð hjá fagfólki en áttaði sig fljótlega á því að hann gæti sparað með því að vera alltaf á staðnum þegar iðnaðarmaður var við vinnu, hvort sem hann væri að hjálpa honum eða einfaldlega að sópa ruslið í kringum hann, þá gæti hann gert starf þeirra auðveldara. Að lokum segir Aron Már að Youtube sé besti vinur fólks í framkvæmdum, þar sé hægt að læra margt.

Eftir breytingar.
Eftir breytingar. Ljósmynd/Aðsend

„Síðustu níu mánuði var ég þarna allar helgar og alla virka daga þegar ég hafði tíma og gerði mitt besta. Ég gerði líka mörg mistök og lærði ógeðslega mikið á þessu ferli. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti gert þetta,“ segir Aron sem fékk mikinn stuðning frá foreldrum sínum og kærustunni sem skildi vel ef hann var fram að nótt að negla. Vinir hans hjálpuðu líka oft til í staðinn fyrir pitsu.

Æltar að leigja íbúðina út

„Ég er 100 prósent fylgjandi því að fólk kaupi sér eign sem er í verra ásigkomulagi og geri eitthvað við hana en ég er kannski ekki 100 prósent fylgjandi því að fólk geri það sama ég og ég gerði, með því að fara svona langt.“

Eftir breytingar.
Eftir breytingar. Ljósmynd/Aðsend

Eftir að Aron kláraði íbúðina á dögunum eyddi hann þar nokkrum dögum. Hann hins vegar ætlar líklega að leigja íbúðina út til þess að byrja með enda er hann enn í námi og þarf að eiga fyrir afborgunum.

Aron vill fá að þakka öllum fjölskylumeðlimum sem komu að þessu, sérstaklega foreldrum sínum, afa og vinum. Ef fólk vill sjá hvernig ferlið fór fram og hvernig han gerði mikið af því sem hann gerði þá ætlar Aron að vera duglegur að setja myndir og myndbönd inn á Instagram

Eftir breytingar.
Eftir breytingar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir breytingar.
Fyrir breytingar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir breytingar.
Fyrir breytingar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir breytingar.
Fyrir breytingar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir breytingar.
Fyrir breytingar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál