Er góð hönnun lúxus?

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

„Hvað er það sem virkilega nær til þín, hefur áhrif á þig, þegar þú hugsar um umhverfi þitt út frá hugtakinu hönnun? Spáir þú einhvern tímann í hugtakið hönnun? Allir tilbúnir hlutir í kringum okkur eru hannaðir. Upphaflega búnir til út frá þörfum og vilja mannsins. Allir hlutir hafa einhvern tilgang. Borð, stóll, umferðarljós, sprauta, jarðýta, pensill. Einhvern veginn hófst þetta, hugmyndin um hlutinn, út frá ákveðinni þörf,“ segir Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður í sínum nýjasta pistli:

Hönnun í nútímanum snýst að langstærstum hluta ekki um það að finna upp hjólið, heldur að þróa, breyta og aðlaga þá hönnun sem fyrir er að nútímakröfum. Og alls staðar þarf að gera ráð fyrir fólki og þörfum þess í þessum kröfum. Ef fólk getur ekki nýtt sér hönnunina og lagað sig að henni, þá hefur hönnuðinum mistekist.

Við eyðum víst 87% tíma okkar innanhúss. Inni í byggingum. Innanhússhönnun hlýtur því að skipta okkur gríðarlegu máli. Af hverju, spyrja kannski einhverjir. Jú, því hvernig hlutirnir eru hannaðir hefur áhrif á það hvernig okkur líður.

Innanhússhönnun, að hanna það sem er innanhúss, snýst um samtal til að komast að því hvað fólk þarf samkvæmt því hvernig það lifir. Hér ætti að huga að orðinu þörf í víðtæku samhengi, því þörfin er ekki bara það að afgreiða hlutina með líkamlegri hegðun, heldur snýst þörfin líka um andlega hegðun og líðan. Hvernig okkur líður heima. Í vinnunni. Í ólíku umhverfi sem við þurfum að sækja heim. Fyrst skal samtalið fara fram, síðan skal byrja að skapa, hanna, út frá því.

Hönnun, og sér í lagi innanhússhönnun, snýst ekki eingöngu um hið sjónræna. Að allt líti vel út. Hún á að vera úthugsað ferli sem hefur mannlega reynslu í fyrirrúmi. Sýnir hluttekningu. Hefur fólk í forgrunni. Hugar að smáatriðunum. Upplifuninni. Það er vönduð og góð hönnun og hún er lúxus! Já, því hún uppfærir það venjulega og gerir það óvenjulegt. Lúxusinn snýst alls ekki um peninga og eitthvað dýrt heldur að manneskjan og þarfir hennar séu metnar að verðleikum. Það hvernig okkur líður 87% af tíma okkar hlýtur að skipta máli. Þegar okkur líður betur þá erum við hamingjusamari og hverju skilar það öðru en betra samfélagi þegar á heildina er litið. – Lesið fleiri greinar á síðunni minni www.homeanddelicious.is

*Margir gætu velt því fyrir sér að heimilið sem fylgir greininni hafi ekkert með hönnun að gera og það ég tala um í greininn. En þvert á móti. Allt umhverfi okkar er hannað og búið til og þetta ótrúlega fallega og sjarmerandi heimili ekki síður. Það hefur yfir sér sterka heildarmynd og úthugsaða sem tjáir persónuleika og stíl þeirra sem þar búa. Þarna líður heimilisfólki vel innan dyra. Smellið HÉR til að komast inn á upprunalega slóð þar sem má sjá fleiri myndir og allt um þær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál