Hér fer veisla Harry og Meghan fram

Harry og Meghan halda brúðkaupsveisluna í Frogmore House.
Harry og Meghan halda brúðkaupsveisluna í Frogmore House. ljósmynd/www.royal.uk

Harry Bretaprins og Meghan Markle halda brúðkaupsveislu í Frogmore House. Húsið stendur í Windsor Home Park um kílómeter frá Winsdor Kastala. Harry og Meghan þekkja staðinn vel en trúlofunarmyndirnar af þeim voru teknar við húsið.

600 manns verður boðið í brúðkaupið sem fer fram í kirkju heilags Georgs í Windsor Kastala. Sama fólki verður boðið í hádegisveislu en aðeins verður boðið 200 manns í kvöldveisluna sem fer fram í Frogmore House. 

Lofitð er glæsilega skreytt.
Lofitð er glæsilega skreytt. ljósmynd/www.royal.uk/

Húsið er hið glæsilegasta en fram kemur á vef bresku konungsfjölskyldunnar að húsið hafi verið konunglegur bústaður síðan árið 1792. Upp úr 1980 var farið í að lagfæra húsið sem er hið glæsilegasta. Eins og sjá má á myndskreyttu loftinu er húsið sérlega íburðarmikið. 

Garðarnir eru í kringum húsið þykja einstaklega fallegir og verður útisvæðið eflaust notað í brúðkaupi Harry og Meghan enda oft komið hið fínasta veður þann 19. maí í Englandi. 

Trúlofunarmyndir Meghan og Harry voru teknar við Frogmore House.
Trúlofunarmyndir Meghan og Harry voru teknar við Frogmore House. AFP
Konungsfjölskyldan á rölti um lóðina við Frogmore House.
Konungsfjölskyldan á rölti um lóðina við Frogmore House. ljósmynd/www.royal.uk
Mikill íburður fylgir staðnum.
Mikill íburður fylgir staðnum. ljósmynd/www.royal.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál