„Upplýstari en kynslóðirnar á undan“

Kristján er með puttann á púlsinum þegar kemur að tæknilegum …
Kristján er með puttann á púlsinum þegar kemur að tæknilegum fermingargjöfum. Ljósmynd/Einkasafn.

Að sögn Kristjáns Einarssonar, sem starfar sem sérfræðingur í markaðsdeild Origo, eru fermingarbörnin sú kynslóð sem er alin upp við að vera alltaf tengd með snjallsíma í hendi. „Þau eru vön því að geta nálgast upplýsingar strax og eru dugleg að nýta tæknina. Fermingarbörnin eru því mun upplýstari en kynslóðinar á undan. Þetta er hópur sem gerir kröfur um að vera með bestu tækin við höndina, hvort sem um er að ræða síma, tölvur eða heyrnartól,“ segir hann.

„Með þessari kynslóð heldur tæknilandslagið áfram að þróast. Snjallvirknivæðing heimilanna mun vaxa enn frekar í náinni framtíð og gervigreind verður áfram í hraðri framþróun.“

Eftirfarandi eru hlutir sem hann valdi og mælir með.

Lenovo Legion-leikjatölvur

Lenovo Legion eru yfirburðaleikjavélar sem eru sérhannaðar fyrir kröfuharða leikjaspilara sem vilja mikil gæði og flotta hönnun. Frábærar tölvur fyrir leiki sem gera kröfu um afkastamikil skjákort og örgjörva ásamt hraðvirku minni og PCIe SSD-diskum. Tölvurnar eru með nVidia-skjákorti en þau hafa fyrir löngu sannað sig í leikjaheiminum enda hraðvirk og áreiðanleg.

Aukahlutirnir frá Lenovo eru frábærir; Legion-lyklaborð, -mýs og -músamottur á hagstæðu verði hjá Origo ásamt nýjum sveigðum Lenovo Y27f 27“ leikjaskjá með freesync-stuðningi.

Sveigður Lenovo-leikjaskjár 54.900 kr.

mbl.is

Lenovo Legion-fartölvur kosta frá 219.900

mbl.is

Lenovo Legion PC-turnarnir frá 174.900.

mbl.is

Bose Soundlink Micro-ferðahátalari

Pínulítill ferðahátalari frá Bose sem fer lítið fyrir... þangað til þú kveikir á honum! Fullkominn í ferðalagið; vatnsheldur, sterkbyggður og nettur. Þráðlaus afspilun með bluetooth, t.d. með snjallsíma og spjaldtölvu.

Meðfærilegur hátalari með frábærri rafhlöðu sem endist í allt að sex klst í spilun. Fáanlegur í þremur litum.

Verð 12.900 kr.

mbl.is

Canon EOS 200D-myndavél með linsu

Canon EOS 200D er nett, einföld og fjölhæf 24,2 megapixla myndavél sem er tengd þínu lífi með Wi-Fi. Einfalt notendaviðmót og snertiskjár sem virkar svipað og snjallsíminn þinn þannig að EOS 200D er einföld frá byrjun. Taktu myndir í gegnum bjartan sjónglugga og sjáðu heiminn eins og hann lítur út í raun og veru eða notaðu hreyfanlegan skjá sem hjálpar þér að taka myndir frá öðrum sjónarhornum. Canon EF-S 18-55 mm f/3,5-5,6 IS STM-linsa og 3 klst. Canon EOS-grunnnámskeið fylgir með.

Verð 89.900 kr.

mbl.is

Sony A7II-myndavél með linsu

Stórkostleg full frame-myndavél fyrir lengra komna. Frábær vél fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja ljósmyndun fyrir sig. 24,3 megapixla Full Frame Exmor CMOS HD-myndflaga og Full HD-vídeó. Fimm þátta hristivörn og WIFI-tenging sem einfaldar sendingar í snjalltæki og tölvur. 28-70 mm linsa fylgir með. Fullkomnaðu myndatökuna með Sony.

Verð 199.900 kr.

mbl.is

Sony 1000XM2

Um er að ræða alvöruheyrnartól fyrir þá kröfuhörðustu sem vilja aðeins það besta. Sony 1000XM2-heyrnartólin eru margverðlaunuð bluetooth-heyrnartól með einstökum hljómgæðum og framúrskarandi Noise Cancel-tækni.

Verð 49.990 kr.

mbl.is

Bose SoundSport

Free-sportheyrnartól

Heyrnartólin eru það nýjasta frá Bose og veita fullkomið snúrulaust frelsi. Einstaklega létt og þægileg heyrnartól í ræktina sem láta fara lítið fyrir sér. Tapparnir haldast vel í eyrunum með StayHear-tækni Bose. Fimm klst. rafhlöðuending í spilun. Hleðslutaska fylgir með.

Verð 26.900 kr.

Bose S1-hljóðkerfi

Frábært hljóðkerfi frá Bose fyrir þá sem vilja skemmta öðrum. Tilvalið fyrir tónlistamanninn sem hefur áhuga á því að troða upp. Einfalt í uppsetningu og í notkun. Flott gjöf fyrir upprennandi stjörnur.

Verð 79.900 kr.

mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál