Hlýlegt hjá Jóni Jónssyni og Hafdísi

Ljósmyndari Smartlands tók þessa fallegu mynd þegar Jón Jónson og …
Ljósmyndari Smartlands tók þessa fallegu mynd þegar Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir gengu í það heilaga síðasta sumar. mbl.is/Stella Andrea

Söngvarinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hafa sett sína glæsilegu íbúð í Garðabænum á sölu. Þessi sómahjón kunna að gera fallegt í kringum sig. 

Íbúðin sjálf er 113 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2008. Eldhúsið og stofan eru tengd en þó er eldhúsið ekki alveg inni í stofu heldur örlítið sér. Falleg dökk innrétting prýðir eldhúsið en hún er sérsmíðuð í Brúnás. Marmaraborðplata er í eldhúsinu og fyrir ofan innréttinguna eru hvítir efri skápar og lekkerar flísar. 

Íbúðin er vel búin fallegum húsgögnum. Í stofunni er til dæmis Secto ljósið sem fæst í Módern og í eldhúsinu eru svartir stólar eftir Carl Hansen sem fást í Epal. 

Svart og hvítt mætist í íbúðinni án þess að það verði of kalt heldur er heimilið hlýlegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Langalína 13

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál