Verstu mistökin í eldhúshönnun

Mikilvægt er að huga að góðri lýsingu.
Mikilvægt er að huga að góðri lýsingu. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk eyðir oft stærstum hluta af vökustundum á heimilinu í eldhúsinu. Það þarf því að huga vel að hönnuninni og varast nokkur algeng mistök. Mydomaine fékk nokkra innanhúshönnuði til þess að fara yfir stærstu mistökin sem þau sjá fólk gera þegar kemur að eldhúshönnun. 

Of margir hlutir í opnum hlutum

Efri skápar eru dottnir úr tísku og í stað þess hafa opnar hillur komið sterkar inn. Það þarf samt að hafa í huga að það ætti ekki að vera jafnmikið í opnum hillum og lokuðum skápum. Innanhússhönnuðirnir mæla með því að fólk vanmeti ekki skápaplássið. Hillurnar má síðan nota til þess að sýna einstaka bolla og bækur. 

Borðplata

Hér er mælt með því að fólk horfi raunsætt á venjur sínar og hvernig það notar eldhúsið. Það getur til dæmis þurft að passa betur upp á marmara og náttúrustein en mörg önnur efni. 

Of litlir skápar

Skápar ættu að ná alla leið upp í loft nema kannski ef lofthæðin er óvenju há. Ef skáparnir ná ekki alla leið upp í loft getur það virst sem lofthæðin sé minni auk þess sem ryk og fita safnast saman ofan á skápunum. 

Skáparnir ættu að ná upp í loft.
Skáparnir ættu að ná upp í loft. mbl.is/Thinkstockphotos

Lýsingin

Margir misreikna sig þegar kemur að lýsingu í eldhúsinu og eru með of litla lýsingu, einn innanhússhönnuður segir að þetta sé algengustu mistökin sem hann sjái. Sniðugt er til dæmis að koma fyrir ljósi undir efriskápa og veggljósi til skrauts. 

Of margir litir

Innanhússhönnuður mælir með því að fólk leyfi litagleðinni ekki að njóta sín þegar kemur að eldhúsinnréttingunni. Ef fólk vill liti ætti það frekar að koma fyrir litríku listaverki, plöntum og litríkum stólum. 

Í stíl við húsið

Þegar kemur að því að velja nýja eldhúsinnréttingu er gott að hafa arkitektúr hússins í huga, svo að eldhúsið verði ekki í allt öðrum stíl en restin af húsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál