Ferskir straumar í Garðabænum

Heimilin gerast ekki mikið huggulegri en þessi 128 fm íbúð við Lyngás í Garðabæ. Það sem gerir heimilið sérstakt er að það er ekki eins umhorfs og hjá öllum öðrum. 

Í eldhúsinu er til dæmis U-laga innrétting með gulum efri skápum. Innréttingin sjálf er hvít sprautulökkuð en á milli skápa eru fallegar hvítar flísar sem eru lagðar á frumlegan hátt og veggurinn fyrir ofan er málaður svartur. Úr eldhúsinu er hægt að labba út á svalir og eru gluggar í tvær áttir.

Parket er á íbúðinni, sem er mjög björt og hugguleg. Falleg listaverk prýða veggina og er húsgögnum raðað upp á fallegan hátt eins og sjá má á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Lyngás 1C

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál