218 milljóna hús við Stigahlíð

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. 

Það kemur kannski ekki á óvart því mikið er lagt í innanhússhönnun sem var í umsjón AVH arkitekta og Hönnu Stínu. Dökkt parket setur svip sinn á húsið en í húsinu er líka hátt til lofts. Val á efnivið í innréttingar er frumlegt og smart.

Í eldhúsinu er til dæmis brúnn marmari sem gerir eldhúsið helmingi meira sjarmerandi en ef það hefði verið hvítur kvartssteinn eða svart granít. Ef það hefði verið svört eða hvít borðplata hefðu töfrar eldhússins fjarað út.

Falleg húsgögn og munir prýða húsið og það sem er áhugavert er að húsgögnin voru augljóslega ekki keypt á einu bretti frá sömu verslun heldur er þetta samansafn af fantaflottum húsgögnum með sögu. Antik borðstofusett mætir Montana-hillum úr Epal og fleira í þeim dúr. Öll lýsing í húsinu er í höndum Lúmex. 

Í stofunni er svo bleikur sófi sem gerir allt umhverfið helmingi fallegra. Upp um veggi eru falleg listaverk og hvert sem litið er er eitthvað sem fangar augað og framkallar notalega stemningu. 

Af fasteignavef mbl.is: Stigahlíð 64

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál