Hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi

María Másdóttir ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Saman reka …
María Másdóttir ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Saman reka þær Blómahönnun. mbl.is/Hanna

María Másdóttir er með BFA gráðu í myndlist og listfræði frá Bandaríkjunum og MBA gráðu frá HR. Hún stofnaði Blómahönnun árið 2002 og rekur nú blómabúðina ásamt dóttur sinni henni Thelmu Björk Norðdahl.

Tvær vikur að skreyta fyrir konunglegt brúðkaup

Hún byrjaði blómaferilinn sinn í Noregi, þar sem hún lærði bómaskreytingar af Thor Gundersen en þess má geta að hann er Evrópumeistari í blómaskreytingum. 

„Hann vann mikið fyrir konungsfjölskylduna og þegar ég flutti heim til Íslands og stofnaði Blómahönnun, gaf hann mér meðmæli þegar konungsfjölskyldan kom til landsins og ég sá um blómin fyrir þau þegar þau komu hingað í opinberar heimsóknir. Þau voru svo ánægð með frammistöðu mína að einn daginn birtist boð um að taka þátt í að skreyta brúðkaup Victoríu Svíaprinsessu og Daniels. Við vorum í heilar tvær vikur að skreyta fyrir stóra daginn þeirra. Þetta er eitt af því magnaðasta sem ég hef gert og eftir stendur geysilega falleg minning um ævintýralegt brúðkaup sem hefur nýst mér vel í reynslubankanum.“

Úr konunglega brúðkaupinu sem María koma að þegar þau Victoría …
Úr konunglega brúðkaupinu sem María koma að þegar þau Victoría Svíaprinsessa og Daniel giftu sig. Ljósmynd/úr einkasafni.

Mikilvægt að stíll brúðhjóna skíni í gegn

Hverju mælir þú með tengt blómaskreytingum fyrir brúðkaup?

„Blómaskreytingar í brúðkaupsveislum setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að því að gera salinn rómantískan og hátíðlegan. Skreytingarnar búa til rómantíska stemmningu og lyfta veislunni upp. Við stelpurnar í Blómahönnun elskum að skreyta fyrir brúðkaup, því fylgir svo mikil gleði og gaman er fyrir okkur að hanna skreytingarnar eftir óskum brúðhjóna.“ 

María segir stíl brúðhjónanna fá að skína í gegnum skreytingarnar og það sé alltaf jafngaman að sjá hvað skreytingarnar gjörbreyta salnum. 

„Þegar blómin eru keypt hjá okkur lánum við vasa og undirlög með skreytingunum þannig að það verði meira úr skreytingunum og brúðhjónin spara þannig pening í vasakaup.

Falleg lýsing og blóm. María skreytti fyrir þennan viðburð.
Falleg lýsing og blóm. María skreytti fyrir þennan viðburð. Ljósmynd/Einkaeign.

Heiður að skreyta í brúðkaupum

Þannig getum við hannað skreytingar á hagstæðara verði. Þar sem undirlagið getur skipt töluverðu máli. Okkur finnst alltaf gaman að taka á móti brúðhjónum í verslun Blómahönnunar, í Listhúsinu Laugardal.

María segir að heildarútlit skipti miklu máli. „Okkur þykir alltaf jafn mikill heiður að fá að taka þátt í þessum merka degi í lífi brúðhjónanna.“

Einföld skreyting gerir mikið fyrir veislusalinn.
Einföld skreyting gerir mikið fyrir veislusalinn. mbl.is/Hanna
Brúðarvörndur gerur af Maríu.
Brúðarvörndur gerur af Maríu. Ljósmynd/Einkaeign
Einfalt og fallegt.
Einfalt og fallegt. Ljósmynd/Hanna




 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál