Keyptu fokhelt hús í Mosó

Eldhúsið er uppáhaldsstaður Önnu Rósu á heimilinu.
Eldhúsið er uppáhaldsstaður Önnu Rósu á heimilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna Rósa Harðardóttir býr ásamt manni sínum, Herði Óla Níelssyni, og börnum þeirra fjórum í nýju húsi í Mosfellsbænum. Húsið keyptu þau fokhelt fyrir þremur árum og hafa verið að koma sér fyrir. „Það sem heillaði okkur við húsið var til dæmis það að það býður upp á svo mikla möguleika, er nógu stórt fyrir stóra fjölskyldu og í barnvænu og fallegu hverfi,“ segir Anna Rósa. 

„Við keyptum húsið í lok júní 2015 og þá fór bókstaflega allt á fullt. Höddi vann til fjögur á daginn og fór svo upp í hús og var þar nánast til miðnættis öll kvöld. Um miðjan október fluttum við svo inn. Það voru ekki komnar hurðir, gólfefni eða frontar á innréttingarnar. Við burstuðum tennurnar og fórum í sturtu í bílskúrnum í smá tíma en fljótlega settum við gólfefni á allt og gerðum gestabaðherbergið klárt,“ segir Anna Rósa.

„Við höfum svo verið að klára eitt rými í einu og núna loksins er allt að verða tilbúið, síðast settum við upp innréttingu í þvottahúsið en það er nóg að gera þar á sex manna heimili. Næst á dagskrá er að gera herbergi fyrir elsta strákinn á neðri hæðinni en þar er líka sjónvarpshol og skrifstofa.“

Gulu stólarnir setja skemmtilegan svip á eldhúsið.
Gulu stólarnir setja skemmtilegan svip á eldhúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ertu með góð ráð fyrir fólk sem kaupir fokhelt?

„Við mælum með því að að klæða loftin og klára baðherbergin áður en flutt er inn í húsið. Oft vill það dragast á langinn og verður meira vesen þar sem það fylgir þessu mikið ryk og drasl, sem er ekki skemmtilegt þegar allt er orðið fínt annars staðar í húsinu. Svo er mjög gott að klára bílskúrinn sem allra fyrst því annars er hætta á því að hann fyllist bara af drasli og verði seint eða aldrei kláraður.“

Anna Rósa á þrjá stráka og eina stelpu. „Ég byrjaði eiginlega að skipuleggja herbergið mjög fljótlega eftir að ég komst að því að ég ætti von á stelpu, en fyrir á ég þrjá stráka svo ég hef aldrei áður gert stelpuherbergi og var mjög spennt fyrir því og hafði alls konar hugmyndir, skoðaði Pinterest og Instagram, var ákveðin í að mála það bleikt en samt ekki „baby bleikt“. Ég vildi hafa mottu á gólfinu þar sem það er mikið notalegra að leika sér á mottu en á hörðu gólfinu og mig hafði lengi langað í Kili-rúmið frá Sebra og lét það loksins eftir mér þegar herbergið var nánast tilbúið en rúmið setti algjörlega punktinn yfir i-ið þar enda einstaklega fallegt.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Emma Katrín er ánægð með herbergið sitt.
Emma Katrín er ánægð með herbergið sitt. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Búið er að raða fallega í hillu í herbergi Emmu …
Búið er að raða fallega í hillu í herbergi Emmu Katrínar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig myndirðu lýsa stílnum á heimilinu?

„Ég myndi segja að stíllinn á heimilinu sé frekar blandaður, kannski örlítið mínimalískur en ekki of. Ég kaupi húsgögn hér og þar og er bæði með hönnun og einnig húsgögn frá IKEA og Rúmfatalagernum, en ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt og hentar hverju sinni.“

Hvaðan sækir þú innblástur fyrir heimilið?

„Innblásturinn kemur héðan og þaðan, aðallega af Instagram, Pinterest og úr tímaritum.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á heimilinu? 

„Án efa eldhúsið, þar eyði ég miklum tíma í að elda, baka, borða, lesa blöðin og drekka kaffibollann minn. Þar hef ég líka yfirsýn yfir alrými hússins og fallegt útsýni út um gluggana í stofunni.“

Kommóðan er í uppáhaldi hjá Önnu Rósu.
Kommóðan er í uppáhaldi hjá Önnu Rósu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppáhaldshlutur á heimilinu?

„Ég held ég verði að nefna um það bil 60 ára gamla tekkkommóðu frá ömmu. Hún er mjög falleg, góð hirsla og brýtur aðeins upp stílinn á heimilinu.“

Hvað er á óskalistanum fyrir heimilið?

„Næst á dagskrá er nýtt sófasett í stofuna og heitur pottur og útisturta á pallinn.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál