Eiga gluggarnir að vera svartir eða hvítir?

Rut Káradóttir hannaði þetta hús sem stendur við Traðarland í …
Rut Káradóttir hannaði þetta hús sem stendur við Traðarland í Fossvogi. Hún mælir með svörtum gluggum við þennan stíl. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Frá því Smartland fór í loftið hefur umfjöllun um heimili og hönnun verið fyrirferðarmikil á vefnum. Það hefur leitt til þess að tölvupósturinn minn er oftar en ekki fullur af fyrirspurnum frá fólki um hitt og þetta sem tengist heimilinu. Í tilefni af sjö ára afmæli Smartlands bjó ég til lokaðan facebookhóp sem kallast Smartland – heimili. Í þessari grúppu er ætlunin að skiptast á skoðunum og hjálpast að við að fegra heimilið og auðvitað heiminn um leið.

Kæra Marta María.

Ég er að fara að flytja í raðhús í grónu hverfi í Reykjavík sem var byggt 1972. Í loftunum er panill með svörtum bitum. Það er líka planið að setja svarta innréttingu í eldhúsið og á baðherbergi. Ég er alltaf hrifnari af hvítum gluggum en ég óttast að þeir passi ekki við húsið. Hvað myndir þú gera?

Kveðja, Björg.

Hér sést hvað svartir gluggar koma vel út á heimili …
Hér sést hvað svartir gluggar koma vel út á heimili í Fossvogi.

Sæl Björg.

Ég myndi alltaf lakka gluggana í svörtu ef það er planið að setja svartar innréttingar og ef það eru svartir birtar í loftinu. Ef þú ætlar að lakka gluggana sjálf skiptir mjög miklu máli að pússa þá vel og grunna áður en þeir eru lakkaðir. Einnig skiptir máli að sparsla vel upp í allar misfellur svo áferðin verði rennislétt og lýtalaus. Hægt er að fara mismunandi leiðir þegar kemur að gljástigi. Mött áferð er ákaflega móðins þessa dagana en gljástig er smekksatriði. Ef þú spyrðir starfsmenn í málningarverslun myndu þeir eflaust flestir mæla með 30% glans. Vonandi hjálpar þetta.

Endilega verið með í hópnum Smartland – heimili á Facebook. Einnig er hægt að fylgjast með framkvæmdum og örðum skemmtilegheitum á instagramsíðunni Smartland Mörtu Maríu. Ef þið viljið senda spurningu getið þið sent hana á mm@mbl.is

  

Hér hefði ekki komið neitt sérstaklega vel út að vera …
Hér hefði ekki komið neitt sérstaklega vel út að vera með hvíta glugga. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Svartir gluggar passa vel við húsið.
Svartir gluggar passa vel við húsið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Svartir gluggar koma vel út í þessu rými.
Svartir gluggar koma vel út í þessu rými. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál