8 atriði sem láta heimilið líta ódýrt út

Huga þarf að lýsingunni.
Huga þarf að lýsingunni. mbl.is/Thinktsockphotos

Það tekur tíma og vinnu að gera heimilið fallegt. Gott er að varast nokkur atriði sem geta dregið úr fegurð heimilisins og einfaldlega látið heimilisstílinn líta út fyrir að vera ómerkilegan og jafnvel ódýran. My Domiane fékk innanhússérfræðinga til þess að leggja mat á verstu mistökin að þessu leyti. 

Ekki hugað út í stærðina

Þegar nýtt húsgagn er keypt og ekki hugað að stærð munanna sem fyrir eru á heimilinu getur útkoman verið slæm.

Listaverk sem gera lítið fyrir heimilið

Fjöldaframleidd veggspjöld og annað slíkt lætur heimilið líta út fyrir að vera ódýrt. Listaverkin á veggjunum þurfa þó alls ekki að vera rándýr en betra er ef þau eru einstök. Verkin sjálf eru ekki bara vandamálið heldur líka rammarnir og hvernig þeir passa við aðra myndaramma í rýminu. 

Gardínur sem minnka rými

Með því að hengja gardínur rétt fyrir ofan glugga getur annars fallegt heimili litið út fyrir að vera lítið. Það stækkar rýmið og færir því meiri ef gardínur er hengdar vel fyrir ofan glugga. 

Stærðin á húsgögnunum þarf að passa saman.
Stærðin á húsgögnunum þarf að passa saman. mbl.is/Thinktsockphotos

Að huga ekki að lýsingunni

Að huga bara að húsgögnunum en ekki lýsingunni gerir heimilið ekki fallegra. Sérfræðingur segir að það góða lausn sem þarf ekki að kosta mikið að fara yfir lýsinguna á heimilinu það geti auðveldlega gert heimilið fallegra. Svo sé hægt að flytja ljósin með sér þegar maður flytur.

Of lítil motta

Of litlar mottur fyrir rými geta auðveldlega dregið úr fegurð heimilisins. Ekki ætti að raða húsgögnunum í kringum mottuna eins og verið sé að dansa í kringum jólatré heldur ættu öll húsgögnin að snerta mottuna. Það er þó óþarfi að fleygja litlu mottunni ef hún er í uppáhaldi en vel má setja aðra stærri undir þá litlu. 

Ódýr sófi

Flottur sófi er eitt það fyrsta sem sérfræðingar taka eftir þegar komið er inn á heimili. Það getur því verið gott að fjárfesta í góðum sófa úr efni sem endist lengi. Ef fólk vill breyta til þá er einfaldlega hægt að skipta um púða. 

Of mikið af smámunum

Fallegir smámunir geta gert mikið fyrir heimilið, sérstaklega þegar þeim er fallega komið fyrir. Of mikið af slíkum munum getur þó haft þveröfug áhrif. Sérfræðingur mælir með því að taka alla smáhluti út úr rýminu, horfa á rýmið án þeirra og raða svo upp á nýtt. 

Mismunandi herðatré

Maður þarf ekki að eiga risastór fataherbergi til þess að þess að heimilið liti flott út. Það gerir heilmikið fyrir útlit fataskápa eða fatahengja þegar öll herðatrén eru af sömu gerðinni. 

Er of mikið af smáhlutum í skenknum?
Er of mikið af smáhlutum í skenknum? mbl.is/Thinktsockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál