Bestu ráð innanhússhönnuða

Hvernig rými er notað skiptir máli.
Hvernig rými er notað skiptir máli. mbl.is/Thinkstockphotos

Flest viljum við hafa fínt í kringum okkur og eiga fallegt heimili. Á meðan sumir virðast hafa meðfædda hæfileika í því að raða og kaupa inn á heimilið liggja hæfileikar annarra annars staðar. Homes and Property fékk ráð frá nokkrum innanhúss-sérfræðingum og þótti mörgum mikilvægt að skipuleggja rýmið áður hlaupið er út í búð. 

Margir sérfræðingar sem rætt var við nefndu hversu mikilvægt væri að plana hvert rými vel. Að skipuleggja og mæla fyrir húsgögnum er lykilatriði áður en keypt eru ný húsgögn. „Hugsaðu út í það hvernig rýmið verður notað, hver notar það og hvenær það er notað,“ sagði einn sérfræðingur sem segir að ef fólk nái þessu rétt þurfi það ekki að hugsa um það aftur en ef það mistekst verði fólk alltaf pirrað. 

Á heimilinu ættu bara vera nytsamlegir og fallegir hlutir.
Á heimilinu ættu bara vera nytsamlegir og fallegir hlutir. mbl.is/Thinkstockphotos

Einn innanhúss-sérfræðingur mælir með því að fólk leiti víðar en í tímaritum, Pinterest, Instagram og búðum að innblæstri. Hún hvetur fólk til þess að fá innblástur af mismunandi litum, áferðum og formum. Annar segist alltaf biðja kúnna sína um að sýna sér hlut sem hefur persónulega þýðingu fyrir þá og út frá hlutnum byrjar hann að hanna. 

Margir eru sammála um að lýsingin sé lykilatriði. Einn innanhúss-sérfræðingur mælir með því að fólk blandi saman veggljósum, loftljósum og borðlömpum. 

Speglar eru líka þekktir fyrir að geta breytt rýmum og mælir einn sérfræðinganna til dæmis með því að koma fyrir spegli á móts við fallegan glugga, með því er hægt að skapa annan platglugga. 

Fólk ætti ekki að vera hrætt við að taka djarfar ákvarðanir þrátt fyrir að íbúðin sé lítil. Dökkir tónar njóta sín í litlum rýmum auk þess sem stór húsgögn geta látið rýmið líta út fyrir að vera glæsilegra. 

Ein mikilvæg regla er að vera trúr sjálfum sér og minnir einn innanhúss-sérfræðingurinn fólk á að hafa ekkert inni í húsinu sínu nema það sé annaðhvort nytsamlegt eða fallegt. Fólk ætti að forðast að verða þrælar tískunnar en heimilistískan er ekkert öðruvísi en fatatískan. 

Mælt er með fjölbreyttri lýsingu.
Mælt er með fjölbreyttri lýsingu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál