Skipulag á skrifborðið í sjö skrefum

Er þetta staðan á þínu skrifborði?
Er þetta staðan á þínu skrifborði? mbl.is/Thinkstockphotos

Clea Shear­er og Jo­anna Tepl­in hjá The Home Edit eru þekktar fyrir skipulagsráð sín og hafa skipulagt skápa og skúffur hjá stjörnum á borð við Gwyenth Paltrow. Þær stöllur vita hvernig hægt er að bæta skipulagið og andrúmsloftið við skrifborðið. 

My Domaine fór yfir ráð þeirra Shearer og Teplin en vel skipulögð skrifstofa er sögð auka framleiðni og geta hjálpað þegar stress er annars vegar. „Ef þér er byrjað að líta eins og hugur þinn sé í jafn miklu óreglu og skrifborðið þitt lítur út fyrir að vera þá er kominn tími á kerfi,“ segja stöllurnar. 

1. Losa sig við hluti

Þær mæla með að byrjað sé á því að taka allt upp úr skrifborðsskúffunum þannig sé hægt að losa sig við drasl og óþarfa hluti sem ekki eru notaðir. Þær mæla einnig með því að hlutir sem fólk heldur að það noti í framtíðinni séu settir í sérstakan kassa. 

2. Hreint borð

Á borðinu sjálfu ætti að vera pláss fyrir tölvu og hluti sem fólk þarf að geta náð strax í. Að öðru leyti ætti borðið að vera nokkuð hreint þar sem varast ætti að fylla það af hlutum. 

3. Vinnustöðvar

Shearer og Telpin mæla með því að fólk búi sér til hálfgerðar vinnustöðvar eftir því hvað sé notað. Ef fólk til dæmis á það til að skrifa niður á blað meðan það er í símanum ætti að geyma blað og penna við símann. 

Hreint skrifborð gerir vinnuna betri.
Hreint skrifborð gerir vinnuna betri. Getty Images/iStockphoto

4. Nytsamlegar skúffur

Eftir að hafa tekið til í öllum skúffum í byrjun má ekkert drasl fara í skúffurnar. Til þess að gera skúffurnar nytsamlegri þá kemur gott skipulag sér vel við og mæla þær með því að hólfa skúffurnar niður til þess að halda skipulaginu góðu. 

5. Merkja

Stöllurnar eru þekktar fyrir að merkja allt bak og fyrir og það á líka við á skrifstofunni. Þær mæla því með að merkja hluti þannig að það sé auðvelt að finna þá. Auk þess sem að það er auðveldara að setja hluti aftur á rétta staði ef þeir eiga sinn merkta stað. 

6. Horfðu á það sem gleður þig

Hvort sem fjölskyldumyndir eða bækur sem veita innblástur gleðja þig þá ætti það að gefa þessum hlutum pláss við skrifborðið. Þær hvetja fólk til þess að vera ekki feimið að láta alla sjá uppáhaldshlutina sína. 

7. Skipulag á snúrurnar

Á öllum skrifstofum má finna snúrur út um allt. Skipulagssérfræðingarnir hjá The Home Edit mæla með því að snúrur sé bundnar saman þannig að þær flæði ekki yfir allt skrifborðið heldur séu í röð og reglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál