Með Tenerife-gulan vegg í stofunni

Snæfríður Ingadóttir í litríku eldhúsi sínu, með nýjustu bók sína, …
Snæfríður Ingadóttir í litríku eldhúsi sínu, með nýjustu bók sína, handbók um Tenerife sem trónir á toppi metsölulista Eymundsson um þessar mundir.

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir er vön því að taka hlutina alla leið. Hún er ekki bara að gefa út handbók um Tenerife heldur er heimili hennar farið að minna óheyrilega mikið á eyjuna.

„Okkur fannst vanta enn meira sólskin í lífið og máluðum því vegginn hér í alrýminu hjá okkur gulan. Þetta var núna eftir jólin þegar við vorum nýkomin úr sólinni á Tenerife, beint í frost og snjó hér á klakanum og þá fannst okkur allt of langt í sumarið. Það eru ekki margir að mála í gulu hér á Islandi en á Kanaríeyjum er þessi litur sé mjög vinsæll utanhúss ,“ segir Snæfríður og bætir við að þau láti nú líklega þennan eina vegg sér nægja.

Hún segir gula vegginn líka vera einskonar andlegan undirbúning fyrir flutning fjölskyldunnar til Tenerife núna í haust en fjölskyldan ætlar að dvelja allan næsta vetur á Tenerife.  „ Við erum að venja okkur við þessa sólríku stemmingu sem þar ríkir,“ segir Snæfríður . „Mig vantar bara bananaplöntu hingað inn og þá er Tenerife bara komið hingað inn í stofu,“ segir Snæfríður.

Á veggjum heimilisins má reyndar finna ýmis listaverk frá Kanaríeyjum sem og plöntur sem keyptar hafa verið úti og teknar með heim.

Fleiri Íslendingar en Snæfríður virðast hafa áhuga á Tenerife því nýjasta bók hennar „Ævintýraeyjan Tenerife, stór ævintýri á lítilli eyju“ er mest selda bók landsins um þessar mundir. 

„Bókin er hugsuð fyrir þá sem langar til þess að að fá hugmyndir og innblástur að því sem gaman er að skoða og upplifa á eyjunni en Tenerife er ótrúlega fjölbreytt eyja sem býður upp á ýmsar upplifanir. Það er til dæmis mikið af góðum gönguleiðum á eyjunni, sjávarlaugar og stórbrotið landslagi. Ég hvet ferðamenn eindregið til þess að hreyfa sig um og sjá fleiri hliðar á lífinu á eyjunni, því það er svo miklu meira en bara sól og strandarstemming þarna.“

Snæfríður ætlar reyndar að sýna Íslendingum ævintýralegri hlið eyjunnar á meðan á vetrardvöl fjölskyldunnar stendur en Úrval Útsýn hefur sett saman vikulanga gönguferð með henni í haust. Þar mun hún sýna fólki aðra hlið á þessari vinsælu eyju. 

Heillandi myndaveggur.
Heillandi myndaveggur.
Lífsstílsorð á spænsku fær að fljóta með á myndavegginn í …
Lífsstílsorð á spænsku fær að fljóta með á myndavegginn í ganginum.
Guli liturinn á eldhúsveggnum heitir „Midsummer glow“ og fæst hjá …
Guli liturinn á eldhúsveggnum heitir „Midsummer glow“ og fæst hjá Flugger.
Dætur Snæfríðar fengu að taka þátt í umbreytingunni á veggnum …
Dætur Snæfríðar fengu að taka þátt í umbreytingunni á veggnum enda allir í fjölskyldunni á því að það væri gott að fá meira sólskin inn á heimilið.
Baðherbergið er gróðursælt í anda norðurhluta Tenerife.
Baðherbergið er gróðursælt í anda norðurhluta Tenerife.
Blátt fer vel við gult. Neðra fjallið er listaverk frá …
Blátt fer vel við gult. Neðra fjallið er listaverk frá Kanaríeyjum en Snæfríður kaupir gjarnan listmuni á ferðalögum sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál