Þar sem við eigum dýrmætar stundir

Uppáhaldsstaðurinn hennar Ollu á heimilinu er eldhúsið.
Uppáhaldsstaðurinn hennar Ollu á heimilinu er eldhúsið. Ljósmynd/Aðsend

Ólöf Gunnlaugsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð og Dröfn Sigurðardóttir stofnuðu TAKK HOME-vörumerkið árið 2016. Þær hafa einstaklega gaman af hönnun og völdu hvor um sig uppáhaldsstaðinn sinn í húsinu sínu. Dröfn valdi stofuna en Olla eldhúsið. 

Olla segir eldhúsið hjartað á heimilinu.
Olla segir eldhúsið hjartað á heimilinu. Ljósmynd/Aðsend

„Þegar kemur að eldhúsinu þá myndi ég segja að það væri hjartað á mínu heimili. Ég er með eyju sem við heimilisfólkið sitjum mikið við. Eldhúsið mitt er mjög einfalt og stílhreint. Ég legg mikið upp úr því að það sé notendavænt og að það sé auðvelt aðgengi að öllu. Það kemur fyrir að ég elda, en annars er kærastinn minn farinn að taka meira yfir í eldhúsinu. Ég er hins vegar dugleg að lesa kokkabækur og prófa nýjar uppskriftir. Það sem ég elska í eldhúsinu eru TAKK HOME-handklæðin. Þau eru vönduð og litrík og einstaklega góð í notkun. Þau eru þynnri en gengur og gerist. Efnið dregur vel í sig raka og þau eru létt og notadrjúg. Ég elska að poppa upp allt sem er stílhreint í íbúðinni minni með vörum frá okkur,“ segir Olla.

Dröfn velur borðstofuna og stofuna sem griðastað sinnar fjölskyldu. „Þar eyðum við maðurinn minn og átta ára tvíburadætur okkar langmestum tíma saman. Þar er lesið, spjallað og spilað, jafnvel staðið á haus, sem er nýjasta æði fjölskyldunnar. Eins höfum við gaman af því að fá fjölskyldu og vini til okkar í mat og þá er setið löngum stundum í borðstofunni, það eru dýrmætar stundir. Þá er vinsælt að sitja í sófanum sem við erum með við borðstofuborðið, hann er iðulega þétt setinn. Ég mæli hiklaust með því að fá sér þægilegan sófa við borðstofu- eða eldhúsborðið,“ segir Dröfn.

Dröfn velur stofuna sem uppháhalds staðinn hennar í húsinu.
Dröfn velur stofuna sem uppháhalds staðinn hennar í húsinu. Ljósmynd/Aðsend

TAKK HOME-vörulínan er til sölu í Epal, Lífi og list og Snúrunni. Eins er TAKK HOME fáanlegt víða um heiminn. ,,Við erum komnar í 11 verslanir í sex löndum. Þeir markaðir sem við erum hvað spenntastar fyrir eru Danmörk, Brussel og Kanada. Vörulínan okkar er norræn en við notum hefðbundnar framleiðsluaðferðir Tyrkja í handklæðin okkar. Þau eru frábrugðin „frotte“-handklæðunum sem við eigum að venjast. Eru mun léttari, stærri og halda mýktinni og verða í raun betri með hverri notkun. Eins mælum við með stóru handklæðunum í sumarfríið. Hægt er að nota þau á ströndina, sem sjal á kvöldin og fleira í þeim dúr,“ segja þær.

Teppin frá TAKK home eru mjög notadrjúg og er hægt …
Teppin frá TAKK home eru mjög notadrjúg og er hægt að nota þau í ýmsa hluti. Ljósmynd/Aðsend
TAKK home skreytir fallega inn á klassískum heimilum.
TAKK home skreytir fallega inn á klassískum heimilum.
Bara með því að skipta um lit kemur nýr blær …
Bara með því að skipta um lit kemur nýr blær á baðherbergið. Ljósmynd/Aðsend
TAKK Home handklæði inn á baðið.
TAKK Home handklæði inn á baðið. Ljósmynd/Aðsend
TAKK Home teppi sem hægt er að nota í ýmiskonar …
TAKK Home teppi sem hægt er að nota í ýmiskonar tilgangi. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál