Þar sem við eigum dýrmætar stundir

Uppáhaldsstaðurinn hennar Ollu á heimilinu er eldhúsið.
Uppáhaldsstaðurinn hennar Ollu á heimilinu er eldhúsið. Ljósmynd/Aðsend

Ólöf Gunnlaugsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð og Dröfn Sigurðardóttir stofnuðu TAKK HOME-vörumerkið árið 2016. Þær hafa einstaklega gaman af hönnun og völdu hvor um sig uppáhaldsstaðinn sinn í húsinu sínu. Dröfn valdi stofuna en Olla eldhúsið. 

Olla segir eldhúsið hjartað á heimilinu.
Olla segir eldhúsið hjartað á heimilinu. Ljósmynd/Aðsend

„Þegar kemur að eldhúsinu þá myndi ég segja að það væri hjartað á mínu heimili. Ég er með eyju sem við heimilisfólkið sitjum mikið við. Eldhúsið mitt er mjög einfalt og stílhreint. Ég legg mikið upp úr því að það sé notendavænt og að það sé auðvelt aðgengi að öllu. Það kemur fyrir að ég elda, en annars er kærastinn minn farinn að taka meira yfir í eldhúsinu. Ég er hins vegar dugleg að lesa kokkabækur og prófa nýjar uppskriftir. Það sem ég elska í eldhúsinu eru TAKK HOME-handklæðin. Þau eru vönduð og litrík og einstaklega góð í notkun. Þau eru þynnri en gengur og gerist. Efnið dregur vel í sig raka og þau eru létt og notadrjúg. Ég elska að poppa upp allt sem er stílhreint í íbúðinni minni með vörum frá okkur,“ segir Olla.

Dröfn velur borðstofuna og stofuna sem griðastað sinnar fjölskyldu. „Þar eyðum við maðurinn minn og átta ára tvíburadætur okkar langmestum tíma saman. Þar er lesið, spjallað og spilað, jafnvel staðið á haus, sem er nýjasta æði fjölskyldunnar. Eins höfum við gaman af því að fá fjölskyldu og vini til okkar í mat og þá er setið löngum stundum í borðstofunni, það eru dýrmætar stundir. Þá er vinsælt að sitja í sófanum sem við erum með við borðstofuborðið, hann er iðulega þétt setinn. Ég mæli hiklaust með því að fá sér þægilegan sófa við borðstofu- eða eldhúsborðið,“ segir Dröfn.

Dröfn velur stofuna sem uppháhalds staðinn hennar í húsinu.
Dröfn velur stofuna sem uppháhalds staðinn hennar í húsinu. Ljósmynd/Aðsend

TAKK HOME-vörulínan er til sölu í Epal, Lífi og list og Snúrunni. Eins er TAKK HOME fáanlegt víða um heiminn. ,,Við erum komnar í 11 verslanir í sex löndum. Þeir markaðir sem við erum hvað spenntastar fyrir eru Danmörk, Brussel og Kanada. Vörulínan okkar er norræn en við notum hefðbundnar framleiðsluaðferðir Tyrkja í handklæðin okkar. Þau eru frábrugðin „frotte“-handklæðunum sem við eigum að venjast. Eru mun léttari, stærri og halda mýktinni og verða í raun betri með hverri notkun. Eins mælum við með stóru handklæðunum í sumarfríið. Hægt er að nota þau á ströndina, sem sjal á kvöldin og fleira í þeim dúr,“ segja þær.

Teppin frá TAKK home eru mjög notadrjúg og er hægt ...
Teppin frá TAKK home eru mjög notadrjúg og er hægt að nota þau í ýmsa hluti. Ljósmynd/Aðsend
TAKK home skreytir fallega inn á klassískum heimilum.
TAKK home skreytir fallega inn á klassískum heimilum.
Bara með því að skipta um lit kemur nýr blær ...
Bara með því að skipta um lit kemur nýr blær á baðherbergið. Ljósmynd/Aðsend
TAKK Home handklæði inn á baðið.
TAKK Home handklæði inn á baðið. Ljósmynd/Aðsend
TAKK Home teppi sem hægt er að nota í ýmiskonar ...
TAKK Home teppi sem hægt er að nota í ýmiskonar tilgangi. Ljósmynd/Aðsend

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

15:00 Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

11:06 „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

09:00 Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

06:00 Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

Í gær, 22:00 Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

Í gær, 18:00 Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

í gær Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

í gær „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

í gær Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

í gær „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

í fyrradag „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

í fyrradag „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

13.8. Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

13.8. Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

13.8. Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »

Sniðugar og góðar lausnir

12.8. Þeir sem aðhyllast einfaldan og góðan lífstíl vilja vanalega búa í smærra húsnæði á góðum stað en nýta rýmið vel. Eftirfarandi lausnir eru frábærar fyrir þannig hugsandi fólk. Meira »

„Hlutirnir bara gerast“

12.8. Daphne Guinness er einstaklega klassísk á köflum en þeir sem hafa fylgst með stíl hennar þróast undanfarin misseri taka eftir því að hún hefur farið frá því að vera frekar venjuleg í klæðnaði í það að vera tískufyrirbæri sem erfitt er að útskýra. Meira »

Hlébarðamynstur verður enn þá heitt í haust

12.8. Það eru góðar fréttir úr tískuheiminum því hlébarðamynstur mun halda áfram að vera heitt í tískunni í haust.  Meira »