Þar sem við eigum dýrmætar stundir

Uppáhaldsstaðurinn hennar Ollu á heimilinu er eldhúsið.
Uppáhaldsstaðurinn hennar Ollu á heimilinu er eldhúsið. Ljósmynd/Aðsend

Ólöf Gunnlaugsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð og Dröfn Sigurðardóttir stofnuðu TAKK HOME-vörumerkið árið 2016. Þær hafa einstaklega gaman af hönnun og völdu hvor um sig uppáhaldsstaðinn sinn í húsinu sínu. Dröfn valdi stofuna en Olla eldhúsið. 

Olla segir eldhúsið hjartað á heimilinu.
Olla segir eldhúsið hjartað á heimilinu. Ljósmynd/Aðsend

„Þegar kemur að eldhúsinu þá myndi ég segja að það væri hjartað á mínu heimili. Ég er með eyju sem við heimilisfólkið sitjum mikið við. Eldhúsið mitt er mjög einfalt og stílhreint. Ég legg mikið upp úr því að það sé notendavænt og að það sé auðvelt aðgengi að öllu. Það kemur fyrir að ég elda, en annars er kærastinn minn farinn að taka meira yfir í eldhúsinu. Ég er hins vegar dugleg að lesa kokkabækur og prófa nýjar uppskriftir. Það sem ég elska í eldhúsinu eru TAKK HOME-handklæðin. Þau eru vönduð og litrík og einstaklega góð í notkun. Þau eru þynnri en gengur og gerist. Efnið dregur vel í sig raka og þau eru létt og notadrjúg. Ég elska að poppa upp allt sem er stílhreint í íbúðinni minni með vörum frá okkur,“ segir Olla.

Dröfn velur borðstofuna og stofuna sem griðastað sinnar fjölskyldu. „Þar eyðum við maðurinn minn og átta ára tvíburadætur okkar langmestum tíma saman. Þar er lesið, spjallað og spilað, jafnvel staðið á haus, sem er nýjasta æði fjölskyldunnar. Eins höfum við gaman af því að fá fjölskyldu og vini til okkar í mat og þá er setið löngum stundum í borðstofunni, það eru dýrmætar stundir. Þá er vinsælt að sitja í sófanum sem við erum með við borðstofuborðið, hann er iðulega þétt setinn. Ég mæli hiklaust með því að fá sér þægilegan sófa við borðstofu- eða eldhúsborðið,“ segir Dröfn.

Dröfn velur stofuna sem uppháhalds staðinn hennar í húsinu.
Dröfn velur stofuna sem uppháhalds staðinn hennar í húsinu. Ljósmynd/Aðsend

TAKK HOME-vörulínan er til sölu í Epal, Lífi og list og Snúrunni. Eins er TAKK HOME fáanlegt víða um heiminn. ,,Við erum komnar í 11 verslanir í sex löndum. Þeir markaðir sem við erum hvað spenntastar fyrir eru Danmörk, Brussel og Kanada. Vörulínan okkar er norræn en við notum hefðbundnar framleiðsluaðferðir Tyrkja í handklæðin okkar. Þau eru frábrugðin „frotte“-handklæðunum sem við eigum að venjast. Eru mun léttari, stærri og halda mýktinni og verða í raun betri með hverri notkun. Eins mælum við með stóru handklæðunum í sumarfríið. Hægt er að nota þau á ströndina, sem sjal á kvöldin og fleira í þeim dúr,“ segja þær.

Teppin frá TAKK home eru mjög notadrjúg og er hægt ...
Teppin frá TAKK home eru mjög notadrjúg og er hægt að nota þau í ýmsa hluti. Ljósmynd/Aðsend
TAKK home skreytir fallega inn á klassískum heimilum.
TAKK home skreytir fallega inn á klassískum heimilum.
Bara með því að skipta um lit kemur nýr blær ...
Bara með því að skipta um lit kemur nýr blær á baðherbergið. Ljósmynd/Aðsend
TAKK Home handklæði inn á baðið.
TAKK Home handklæði inn á baðið. Ljósmynd/Aðsend
TAKK Home teppi sem hægt er að nota í ýmiskonar ...
TAKK Home teppi sem hægt er að nota í ýmiskonar tilgangi. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

06:00 Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

Í gær, 23:59 Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

Í gær, 21:00 Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

Í gær, 18:00 Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

Í gær, 15:00 Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

Í gær, 12:00 Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

Í gær, 09:00 Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

í gær Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

í fyrradag Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

í fyrradag Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »

Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

í fyrradag Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. Meira »

Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

í fyrradag Bosu-boltar eru í uppáhaldi hjá Helgu Diljá Gunnarsdóttur en hún notar boltana til þess að gera maga- og jafnvægisæfingar.   Meira »

Hefði ekki gert neitt öðruvísi

í fyrradag „Ég held ég hefði ekki kosið að breyta neinu þar að lútandi, í raun ágætt að vera blautur á bak við eyrun og taka fagnandi á móti því ferðalagi sem fram undan var þá. Það sem skipti mestu máli og gerir enn í dag, er að hafa elskulegt og traust fólk í kringum sig. Það hef ég alltaf gert og met mikils,“ segir Linda. Meira »

Það er sál í hverju húsi

13.10. Inga Bryndís Jónsdóttir djákni rekur verslunina Magnólíu á Skólavörðustíg ásamt Kristínu Sigurðardóttur. Hún býr í fallegu húsi í Þingholtunum ásamt eiginmanni sínum Birgi Erni Arnarsyni og syni, Jónatan Birgissyni. Meira »

Glæsikonur á Hótel Holti

12.10. Það var glatt á hjalla á Hótel Holti þegar Anna Þorvaldsdóttir tónskáld var valin Háskólakona ársins 2018.   Meira »

100 milljóna slot við Hafnartorg

12.10. Við Hafnartorg stendur glæsileg 117 fm íbúð sem hönnuð er af Guðbjörgu Magnúsdóttur, einum þekktasta innanhússarkitekt landsins. Pálmar Kristmundsson hannaði húsið sjálft. Meira »

Gerir hverja konu gordjöss

12.10. Það lærðu allir eitthvað nýtt í glæsilegu Shiseido-teiti sem haldið var í Makeup-stúdíói Hörpu Kára á dögunum. Förðunarfræðingurinn Natalie Hamzehpour kenndi gestunum réttu trixin. Meira »

Ertu þung á þér, lúin og orkulaus?

12.10. „Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins oestrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi. Meira »

Allt um brúðarkjól prinsessunnar

12.10. Eugenie prinsessa var stórglæsileg þegar hún gekk upp að altarinu í dag og gekk að eiga unnusta sinn, Jack Brooksbank.   Meira »

Fögnuðu myndinni um líkfundamálið

12.10. Kvikmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar, Undir halastjörnu, var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. Myndin fjallar um líkfundamálið sem gerðist hérlendis árið 2004. Meira »

Íslensk og á eftir að ná langt

12.10. Íslenska fyrirsætan Sif Saga er flott í nýjum myndaþætti fyrir snyrtivörufyrirtækið Winky Lux. Á myndunum sést greinilega hvernig hægt er að framkalla hinn fullkomna seventís-glamúr sem er svo eftirsóttur akkúrat núna. Meira »