Hvað er virkilega nýtt og hvað er gamalt?

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhúshönnun og arkitektúr snýst um að gera, búa til og setja saman eitthvað sem á að vera varanlegt. Við skiptum ekki um innréttingar á nokkurra ára fresti eða flísar með nokkurra mánaða millibili. Kaupum varla nýjan sófa annað hvert ár eða málum íbúðina hátt og lágt í ágúst ár hvert. Með þetta í huga er það alltaf nokkuð sérstakt, en jafnframt áhugavert, að velta fyrir sér öllu því dóti sem kemur inn nýtt á hverju ári, og jafnvel með hverri árstíð, og á að fanga athygli okkar á þeim forsendum að okkur langi í það heim í stofu.

„Lifir maður á hönnun? Hvernig á fólk að fá peninga til að kaupa alla þessa hönnun?“ Þetta eru setningar sem ég hef svo gaman af upp úr bókinni hans Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, blessuð hönnunin! Hönnun er smá erfitt orð og í raun er allt hannað, a.m.k. að einhverju leyti, sem maðurinn hefur búið til og býr til. Það er samt ekki alltaf verið að finna upp hjólið, frekar verið að vinna á einhvern hátt út frá því sem hefur einhvern tímann verið gert áður. Nýtt er gamalt og gamalt er nýtt og allt er þetta í gangi núna.

Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar ...
Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar minna sífellt meira með árunum á leikhús og Brit Moran og Emiliano Salci gengu langt í ár. Að detta inn í þeirra heim er alltaf einstakt þar sem skilningarvitin fara öll á fullt og að ganga í gegnum þeirra sýningar er ávísun á hreinan innblástur og sanna fagurfræði. mbl.is
Digmore.
Digmore. mbl.is

Í Mílanó á Ítalíu er í apríl á hverju ári haldin hönnunarvika, fyrir fagfólk og áhugasama, sem tengjast inn í heim innanhúshönnunar og arkitektúrs. Þar er svakalega mikið í gangi. Endalausar hallir á sýningarsvæði í útjaðri borgarinnar með „nýju dóti; eldhús, baðherbergi, húsgögn, aukahlutir og margt fleira. Borið fram á einfaldan hátt svo auðvelt sé að nálgast hlutina og skoða. Í Mílanó eru básarnir í sýningarhöllunum margir hverjir alveg svakalega flottir og mikið lagt í þá, þeir eru settir þannig upp að þeir séu öðruvísi svo fólk vilji staldra við og skoða. Þar er mikill munur á miðað við margar aðrar sýningar í sama geira í öðrum borgum.

En niðri í borginni iðar allt af lífi, sýningum og viðburðum sem eru orðnir miklu meira mál en sýningin sjálf sem var allt hér áður fyrr. Þar eru fyrirtæki og framleiðendur í kappi við að skapa upplifun sem byggist á þeirra vörum og hvað þau standa fyrir. Gríðarlega miklar sýningar og innsetningar sem eru ekki mikið annað en glæsilegar listsýningar og skilja sömu tilfinninguna eftir sig. Þar sjáum við húsgögn og muni setta fram á listilegan hátt í ótrúlegri umgjörð sem vekur hjá manni sterk viðbrögð. Veitir innblástur. Þaulhugsaðar sýningar byggðar á sterkri hugmynd sem eiga að segja okkur sögu. Leikhús þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

En hvernig eigum við svo að vinna úr upplifun sem þessari? Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, eitt mun ekki breytast og það er að í heimi innanhúshönnunar og arkitektúrs er stöðug endurnýjun sem og þróun eins og á flestum sviðum. Hlutir úreldast og slitna. Það þarf að gera upp húsnæði og skipta um innréttingar með tímanum. Innanhúshönnun snýst um það að skapa umgjörð utan um daglegt líf og þarfir, heima og að heiman, og að þessi umgjörð geti þróast í takt við breyttar þarfir án mikillar fyrirhafnar og tilfæringa. Nýjar kynslóðir hefja búskap, gömlu borðstofuhúsgögnin eru ekki lengur hentug, baðherbergið er úr sér gengið og eldhúsinnréttingin hentar ekki nútímaþörfum. Svona gengur þetta hring eftir hring og þess vegna er þetta gamla uppfært, ný hugmynd kviknar og slær í gegn, innréttingar eru þróaðar, gömul hönnun er vakin til lífsins. Tíðarandi og tíska spila stóran þátt í þessu öllu saman, þar sem „ný form, litir, hráefni og yfirbragð, er kynnt til leiks með reglulegu millibili og þannig helst þessi endalausa hringrás. Þessi þörf eftir „meiri hönnun“.

Þegar kemur hins vegar að því í hringrásinni að við viljum eitthvað af þessu nýja, en vitum að við eigum nóg, þá er einfaldlega málið að vanda valið. Það eru freistingar alls staðar fyrir fagurkera af ýmsu tagi. Tískan segir: Ég líka, ekki gleyma mér. En raunverulegur stíll hvíslar að okkur: Bara ég, veldu vel! Höfum það í huga þegar við vinnum úr því sem er nýtt og núna í gangi. Það er svo margt fallegt til en gleymum ekki hver við erum, veljum og höfnum, til að skapa okkur persónulegan heim sem er virkilega fyrir okkur og engan annan.

Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði ...
Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði þeirra var stillt vel upp. Því er ekki að neita að vörur þeirra fara einstaklega vel við slíkt umhverfi og var unun að ganga í gegnum sýninguna. mbl.is
Gubi.
Gubi. mbl.is
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja ...
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja að hún hafi komið vel á óvart. HAY-vörurnar voru sömuleiðis sýndar í einkar fögru húsnæði í miðborginni og sé horft á einfaldleikann og það yfirbragð sem má sjá í þeirra vörum, þá fór það sérlega vel við íburðarmikið húsnæðið. mbl.is
Hay.
Hay. mbl.is
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti ...
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti á listræna innsetningu frekar en nokkuð annað. Háir básar skiptu niður stórum sýningarsal og veggir voru þakktir Marokkó-flísum í undurfögrum litum. Inni í básunum var hlutum úr heimilislínu fyrirtækisins komið fyrir. mbl.is

Litríkt eldhús við Túngötu

10:14 Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Meira »

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

09:00 Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

06:00 Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

Í gær, 23:59 Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

Í gær, 21:00 „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

Í gær, 18:00 Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

Í gær, 15:00 Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

Í gær, 12:14 Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

í gær Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

í fyrradag Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

í fyrradag Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

í fyrradag Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

í fyrradag Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

í fyrradag Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

17.6. „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

17.6. Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

16.6. Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

16.6. Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

16.6. Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

16.6. Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »