Hvað er virkilega nýtt og hvað er gamalt?

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhúshönnun og arkitektúr snýst um að gera, búa til og setja saman eitthvað sem á að vera varanlegt. Við skiptum ekki um innréttingar á nokkurra ára fresti eða flísar með nokkurra mánaða millibili. Kaupum varla nýjan sófa annað hvert ár eða málum íbúðina hátt og lágt í ágúst ár hvert. Með þetta í huga er það alltaf nokkuð sérstakt, en jafnframt áhugavert, að velta fyrir sér öllu því dóti sem kemur inn nýtt á hverju ári, og jafnvel með hverri árstíð, og á að fanga athygli okkar á þeim forsendum að okkur langi í það heim í stofu.

„Lifir maður á hönnun? Hvernig á fólk að fá peninga til að kaupa alla þessa hönnun?“ Þetta eru setningar sem ég hef svo gaman af upp úr bókinni hans Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, blessuð hönnunin! Hönnun er smá erfitt orð og í raun er allt hannað, a.m.k. að einhverju leyti, sem maðurinn hefur búið til og býr til. Það er samt ekki alltaf verið að finna upp hjólið, frekar verið að vinna á einhvern hátt út frá því sem hefur einhvern tímann verið gert áður. Nýtt er gamalt og gamalt er nýtt og allt er þetta í gangi núna.

Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar ...
Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar minna sífellt meira með árunum á leikhús og Brit Moran og Emiliano Salci gengu langt í ár. Að detta inn í þeirra heim er alltaf einstakt þar sem skilningarvitin fara öll á fullt og að ganga í gegnum þeirra sýningar er ávísun á hreinan innblástur og sanna fagurfræði. mbl.is
Digmore.
Digmore. mbl.is

Í Mílanó á Ítalíu er í apríl á hverju ári haldin hönnunarvika, fyrir fagfólk og áhugasama, sem tengjast inn í heim innanhúshönnunar og arkitektúrs. Þar er svakalega mikið í gangi. Endalausar hallir á sýningarsvæði í útjaðri borgarinnar með „nýju dóti; eldhús, baðherbergi, húsgögn, aukahlutir og margt fleira. Borið fram á einfaldan hátt svo auðvelt sé að nálgast hlutina og skoða. Í Mílanó eru básarnir í sýningarhöllunum margir hverjir alveg svakalega flottir og mikið lagt í þá, þeir eru settir þannig upp að þeir séu öðruvísi svo fólk vilji staldra við og skoða. Þar er mikill munur á miðað við margar aðrar sýningar í sama geira í öðrum borgum.

En niðri í borginni iðar allt af lífi, sýningum og viðburðum sem eru orðnir miklu meira mál en sýningin sjálf sem var allt hér áður fyrr. Þar eru fyrirtæki og framleiðendur í kappi við að skapa upplifun sem byggist á þeirra vörum og hvað þau standa fyrir. Gríðarlega miklar sýningar og innsetningar sem eru ekki mikið annað en glæsilegar listsýningar og skilja sömu tilfinninguna eftir sig. Þar sjáum við húsgögn og muni setta fram á listilegan hátt í ótrúlegri umgjörð sem vekur hjá manni sterk viðbrögð. Veitir innblástur. Þaulhugsaðar sýningar byggðar á sterkri hugmynd sem eiga að segja okkur sögu. Leikhús þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

En hvernig eigum við svo að vinna úr upplifun sem þessari? Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, eitt mun ekki breytast og það er að í heimi innanhúshönnunar og arkitektúrs er stöðug endurnýjun sem og þróun eins og á flestum sviðum. Hlutir úreldast og slitna. Það þarf að gera upp húsnæði og skipta um innréttingar með tímanum. Innanhúshönnun snýst um það að skapa umgjörð utan um daglegt líf og þarfir, heima og að heiman, og að þessi umgjörð geti þróast í takt við breyttar þarfir án mikillar fyrirhafnar og tilfæringa. Nýjar kynslóðir hefja búskap, gömlu borðstofuhúsgögnin eru ekki lengur hentug, baðherbergið er úr sér gengið og eldhúsinnréttingin hentar ekki nútímaþörfum. Svona gengur þetta hring eftir hring og þess vegna er þetta gamla uppfært, ný hugmynd kviknar og slær í gegn, innréttingar eru þróaðar, gömul hönnun er vakin til lífsins. Tíðarandi og tíska spila stóran þátt í þessu öllu saman, þar sem „ný form, litir, hráefni og yfirbragð, er kynnt til leiks með reglulegu millibili og þannig helst þessi endalausa hringrás. Þessi þörf eftir „meiri hönnun“.

Þegar kemur hins vegar að því í hringrásinni að við viljum eitthvað af þessu nýja, en vitum að við eigum nóg, þá er einfaldlega málið að vanda valið. Það eru freistingar alls staðar fyrir fagurkera af ýmsu tagi. Tískan segir: Ég líka, ekki gleyma mér. En raunverulegur stíll hvíslar að okkur: Bara ég, veldu vel! Höfum það í huga þegar við vinnum úr því sem er nýtt og núna í gangi. Það er svo margt fallegt til en gleymum ekki hver við erum, veljum og höfnum, til að skapa okkur persónulegan heim sem er virkilega fyrir okkur og engan annan.

Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði ...
Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði þeirra var stillt vel upp. Því er ekki að neita að vörur þeirra fara einstaklega vel við slíkt umhverfi og var unun að ganga í gegnum sýninguna. mbl.is
Gubi.
Gubi. mbl.is
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja ...
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja að hún hafi komið vel á óvart. HAY-vörurnar voru sömuleiðis sýndar í einkar fögru húsnæði í miðborginni og sé horft á einfaldleikann og það yfirbragð sem má sjá í þeirra vörum, þá fór það sérlega vel við íburðarmikið húsnæðið. mbl.is
Hay.
Hay. mbl.is
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti ...
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti á listræna innsetningu frekar en nokkuð annað. Háir básar skiptu niður stórum sýningarsal og veggir voru þakktir Marokkó-flísum í undurfögrum litum. Inni í básunum var hlutum úr heimilislínu fyrirtækisins komið fyrir. mbl.is

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Í gær, 21:30 Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

Í gær, 18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Í gær, 17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í gær Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í gær Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í gær Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í gær „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

í fyrradag Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

í fyrradag Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

í fyrradag Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

14.1. Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »