Hvað er virkilega nýtt og hvað er gamalt?

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhúshönnun og arkitektúr snýst um að gera, búa til og setja saman eitthvað sem á að vera varanlegt. Við skiptum ekki um innréttingar á nokkurra ára fresti eða flísar með nokkurra mánaða millibili. Kaupum varla nýjan sófa annað hvert ár eða málum íbúðina hátt og lágt í ágúst ár hvert. Með þetta í huga er það alltaf nokkuð sérstakt, en jafnframt áhugavert, að velta fyrir sér öllu því dóti sem kemur inn nýtt á hverju ári, og jafnvel með hverri árstíð, og á að fanga athygli okkar á þeim forsendum að okkur langi í það heim í stofu.

„Lifir maður á hönnun? Hvernig á fólk að fá peninga til að kaupa alla þessa hönnun?“ Þetta eru setningar sem ég hef svo gaman af upp úr bókinni hans Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, blessuð hönnunin! Hönnun er smá erfitt orð og í raun er allt hannað, a.m.k. að einhverju leyti, sem maðurinn hefur búið til og býr til. Það er samt ekki alltaf verið að finna upp hjólið, frekar verið að vinna á einhvern hátt út frá því sem hefur einhvern tímann verið gert áður. Nýtt er gamalt og gamalt er nýtt og allt er þetta í gangi núna.

Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar ...
Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar minna sífellt meira með árunum á leikhús og Brit Moran og Emiliano Salci gengu langt í ár. Að detta inn í þeirra heim er alltaf einstakt þar sem skilningarvitin fara öll á fullt og að ganga í gegnum þeirra sýningar er ávísun á hreinan innblástur og sanna fagurfræði. mbl.is
Digmore.
Digmore. mbl.is

Í Mílanó á Ítalíu er í apríl á hverju ári haldin hönnunarvika, fyrir fagfólk og áhugasama, sem tengjast inn í heim innanhúshönnunar og arkitektúrs. Þar er svakalega mikið í gangi. Endalausar hallir á sýningarsvæði í útjaðri borgarinnar með „nýju dóti; eldhús, baðherbergi, húsgögn, aukahlutir og margt fleira. Borið fram á einfaldan hátt svo auðvelt sé að nálgast hlutina og skoða. Í Mílanó eru básarnir í sýningarhöllunum margir hverjir alveg svakalega flottir og mikið lagt í þá, þeir eru settir þannig upp að þeir séu öðruvísi svo fólk vilji staldra við og skoða. Þar er mikill munur á miðað við margar aðrar sýningar í sama geira í öðrum borgum.

En niðri í borginni iðar allt af lífi, sýningum og viðburðum sem eru orðnir miklu meira mál en sýningin sjálf sem var allt hér áður fyrr. Þar eru fyrirtæki og framleiðendur í kappi við að skapa upplifun sem byggist á þeirra vörum og hvað þau standa fyrir. Gríðarlega miklar sýningar og innsetningar sem eru ekki mikið annað en glæsilegar listsýningar og skilja sömu tilfinninguna eftir sig. Þar sjáum við húsgögn og muni setta fram á listilegan hátt í ótrúlegri umgjörð sem vekur hjá manni sterk viðbrögð. Veitir innblástur. Þaulhugsaðar sýningar byggðar á sterkri hugmynd sem eiga að segja okkur sögu. Leikhús þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

En hvernig eigum við svo að vinna úr upplifun sem þessari? Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, eitt mun ekki breytast og það er að í heimi innanhúshönnunar og arkitektúrs er stöðug endurnýjun sem og þróun eins og á flestum sviðum. Hlutir úreldast og slitna. Það þarf að gera upp húsnæði og skipta um innréttingar með tímanum. Innanhúshönnun snýst um það að skapa umgjörð utan um daglegt líf og þarfir, heima og að heiman, og að þessi umgjörð geti þróast í takt við breyttar þarfir án mikillar fyrirhafnar og tilfæringa. Nýjar kynslóðir hefja búskap, gömlu borðstofuhúsgögnin eru ekki lengur hentug, baðherbergið er úr sér gengið og eldhúsinnréttingin hentar ekki nútímaþörfum. Svona gengur þetta hring eftir hring og þess vegna er þetta gamla uppfært, ný hugmynd kviknar og slær í gegn, innréttingar eru þróaðar, gömul hönnun er vakin til lífsins. Tíðarandi og tíska spila stóran þátt í þessu öllu saman, þar sem „ný form, litir, hráefni og yfirbragð, er kynnt til leiks með reglulegu millibili og þannig helst þessi endalausa hringrás. Þessi þörf eftir „meiri hönnun“.

Þegar kemur hins vegar að því í hringrásinni að við viljum eitthvað af þessu nýja, en vitum að við eigum nóg, þá er einfaldlega málið að vanda valið. Það eru freistingar alls staðar fyrir fagurkera af ýmsu tagi. Tískan segir: Ég líka, ekki gleyma mér. En raunverulegur stíll hvíslar að okkur: Bara ég, veldu vel! Höfum það í huga þegar við vinnum úr því sem er nýtt og núna í gangi. Það er svo margt fallegt til en gleymum ekki hver við erum, veljum og höfnum, til að skapa okkur persónulegan heim sem er virkilega fyrir okkur og engan annan.

Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði ...
Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði þeirra var stillt vel upp. Því er ekki að neita að vörur þeirra fara einstaklega vel við slíkt umhverfi og var unun að ganga í gegnum sýninguna. mbl.is
Gubi.
Gubi. mbl.is
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja ...
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja að hún hafi komið vel á óvart. HAY-vörurnar voru sömuleiðis sýndar í einkar fögru húsnæði í miðborginni og sé horft á einfaldleikann og það yfirbragð sem má sjá í þeirra vörum, þá fór það sérlega vel við íburðarmikið húsnæðið. mbl.is
Hay.
Hay. mbl.is
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti ...
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti á listræna innsetningu frekar en nokkuð annað. Háir básar skiptu niður stórum sýningarsal og veggir voru þakktir Marokkó-flísum í undurfögrum litum. Inni í básunum var hlutum úr heimilislínu fyrirtækisins komið fyrir. mbl.is

Nokkur Tinder-ráð fyrir helgina

23:00 Helgin nálgast og því um að gera að kíkja inn á Tinder og fylgja þessum ráðum. Þeir fiska sem róa og þeir sem eru með flottan Tinder-prófíl eru líklegri til að fá fleiri „mötch“. Meira »

Elísabet Gunnars og Gunnar selja húsið

19:00 Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna hafa sett einbýlishús sitt í Svíþjóð á sölu. Meira »

Fræga fólkið safnar peningum

16:00 Fræga fólkið flykkist í Reykjavíkurmaraþonið. Sumir moka inn peningum en aðrir hafa ekki safnað neinu.   Meira »

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

12:40 Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

09:19 Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

06:00 Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

í gær „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

í gær Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

í gær Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

í gær „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

í gær Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

í gær Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

í gær Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

15.8. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

15.8. Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

15.8. Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

15.8. „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

15.8. Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »