Hvað er virkilega nýtt og hvað er gamalt?

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhúshönnun og arkitektúr snýst um að gera, búa til og setja saman eitthvað sem á að vera varanlegt. Við skiptum ekki um innréttingar á nokkurra ára fresti eða flísar með nokkurra mánaða millibili. Kaupum varla nýjan sófa annað hvert ár eða málum íbúðina hátt og lágt í ágúst ár hvert. Með þetta í huga er það alltaf nokkuð sérstakt, en jafnframt áhugavert, að velta fyrir sér öllu því dóti sem kemur inn nýtt á hverju ári, og jafnvel með hverri árstíð, og á að fanga athygli okkar á þeim forsendum að okkur langi í það heim í stofu.

„Lifir maður á hönnun? Hvernig á fólk að fá peninga til að kaupa alla þessa hönnun?“ Þetta eru setningar sem ég hef svo gaman af upp úr bókinni hans Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, blessuð hönnunin! Hönnun er smá erfitt orð og í raun er allt hannað, a.m.k. að einhverju leyti, sem maðurinn hefur búið til og býr til. Það er samt ekki alltaf verið að finna upp hjólið, frekar verið að vinna á einhvern hátt út frá því sem hefur einhvern tímann verið gert áður. Nýtt er gamalt og gamalt er nýtt og allt er þetta í gangi núna.

Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar ...
Dimore voru, eins og alltaf með eftirminnilega sýningu. Þeirra uppsetningar minna sífellt meira með árunum á leikhús og Brit Moran og Emiliano Salci gengu langt í ár. Að detta inn í þeirra heim er alltaf einstakt þar sem skilningarvitin fara öll á fullt og að ganga í gegnum þeirra sýningar er ávísun á hreinan innblástur og sanna fagurfræði. mbl.is
Digmore.
Digmore. mbl.is

Í Mílanó á Ítalíu er í apríl á hverju ári haldin hönnunarvika, fyrir fagfólk og áhugasama, sem tengjast inn í heim innanhúshönnunar og arkitektúrs. Þar er svakalega mikið í gangi. Endalausar hallir á sýningarsvæði í útjaðri borgarinnar með „nýju dóti; eldhús, baðherbergi, húsgögn, aukahlutir og margt fleira. Borið fram á einfaldan hátt svo auðvelt sé að nálgast hlutina og skoða. Í Mílanó eru básarnir í sýningarhöllunum margir hverjir alveg svakalega flottir og mikið lagt í þá, þeir eru settir þannig upp að þeir séu öðruvísi svo fólk vilji staldra við og skoða. Þar er mikill munur á miðað við margar aðrar sýningar í sama geira í öðrum borgum.

En niðri í borginni iðar allt af lífi, sýningum og viðburðum sem eru orðnir miklu meira mál en sýningin sjálf sem var allt hér áður fyrr. Þar eru fyrirtæki og framleiðendur í kappi við að skapa upplifun sem byggist á þeirra vörum og hvað þau standa fyrir. Gríðarlega miklar sýningar og innsetningar sem eru ekki mikið annað en glæsilegar listsýningar og skilja sömu tilfinninguna eftir sig. Þar sjáum við húsgögn og muni setta fram á listilegan hátt í ótrúlegri umgjörð sem vekur hjá manni sterk viðbrögð. Veitir innblástur. Þaulhugsaðar sýningar byggðar á sterkri hugmynd sem eiga að segja okkur sögu. Leikhús þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

En hvernig eigum við svo að vinna úr upplifun sem þessari? Hvað eigum við að gera með alla þessa hönnun? Jú, eitt mun ekki breytast og það er að í heimi innanhúshönnunar og arkitektúrs er stöðug endurnýjun sem og þróun eins og á flestum sviðum. Hlutir úreldast og slitna. Það þarf að gera upp húsnæði og skipta um innréttingar með tímanum. Innanhúshönnun snýst um það að skapa umgjörð utan um daglegt líf og þarfir, heima og að heiman, og að þessi umgjörð geti þróast í takt við breyttar þarfir án mikillar fyrirhafnar og tilfæringa. Nýjar kynslóðir hefja búskap, gömlu borðstofuhúsgögnin eru ekki lengur hentug, baðherbergið er úr sér gengið og eldhúsinnréttingin hentar ekki nútímaþörfum. Svona gengur þetta hring eftir hring og þess vegna er þetta gamla uppfært, ný hugmynd kviknar og slær í gegn, innréttingar eru þróaðar, gömul hönnun er vakin til lífsins. Tíðarandi og tíska spila stóran þátt í þessu öllu saman, þar sem „ný form, litir, hráefni og yfirbragð, er kynnt til leiks með reglulegu millibili og þannig helst þessi endalausa hringrás. Þessi þörf eftir „meiri hönnun“.

Þegar kemur hins vegar að því í hringrásinni að við viljum eitthvað af þessu nýja, en vitum að við eigum nóg, þá er einfaldlega málið að vanda valið. Það eru freistingar alls staðar fyrir fagurkera af ýmsu tagi. Tískan segir: Ég líka, ekki gleyma mér. En raunverulegur stíll hvíslar að okkur: Bara ég, veldu vel! Höfum það í huga þegar við vinnum úr því sem er nýtt og núna í gangi. Það er svo margt fallegt til en gleymum ekki hver við erum, veljum og höfnum, til að skapa okkur persónulegan heim sem er virkilega fyrir okkur og engan annan.

Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði ...
Gubi innréttaði hæð í höll í borginni þar sem húsbúnaði þeirra var stillt vel upp. Því er ekki að neita að vörur þeirra fara einstaklega vel við slíkt umhverfi og var unun að ganga í gegnum sýninguna. mbl.is
Gubi.
Gubi. mbl.is
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja ...
HAY vann sína sýningu af einskærri snilld og má segja að hún hafi komið vel á óvart. HAY-vörurnar voru sömuleiðis sýndar í einkar fögru húsnæði í miðborginni og sé horft á einfaldleikann og það yfirbragð sem má sjá í þeirra vörum, þá fór það sérlega vel við íburðarmikið húsnæðið. mbl.is
Hay.
Hay. mbl.is
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti ...
Hèrmes var með gríðarlega fallega sýningu í Mílanó sem minnti á listræna innsetningu frekar en nokkuð annað. Háir básar skiptu niður stórum sýningarsal og veggir voru þakktir Marokkó-flísum í undurfögrum litum. Inni í básunum var hlutum úr heimilislínu fyrirtækisins komið fyrir. mbl.is

21 árs og lætur ekkert stoppa sig

17:00 Það var góð stemmning þegar Sigurður Sævar myndlistarmaður opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 um helgina. Vel á þriðja hundrað gestir komu á opnunina og var góður rómur gerður að verkum listamannsins. Meira »

Einstakt útsýni við Elliðavatn

14:00 Við Fellahvarf í Kópavogi stendur ákaflega vel heppnuð og falleg íbúð með einstöku útsýni yfir Elliðavatn.   Meira »

Dóra Júlía spilaði fyrir Richard Branson

11:48 Einn heitasti plötusnúður landsins, Dóra Júlía, spilaði í teiti hjá Richard Branson á Necker Island um helgina.   Meira »

Skólabækurnar kostuðu 60 þúsund

10:06 „Skólinn hófst hér 10. september og þurftum við núna að kaupa allt efni fyrir skólann. Það er ekki gefins hér get ég sagt ykkur. 60 þúsund krónur sem það kostaði að kaupa bækur og ritföng fyrir drengina. Þetta er í rauninni fyrsti alvöruskólaveturinn þeirra hér því í fyrra fengu þeir engar bækur og voru bara svona í einföldu efni í skólanum.“ Meira »

Uppáhaldsmunstrið er röndótt

09:00 Selma Svavarsdóttir er eigandi Heimilisfélagsins. Hún er markþjálfi og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn I. Valdimarsson. Hún á tvö börn, Lísu Ólafsdóttur og Ara Þorsteinsson. Meira »

Húðin þornar um 10% við hverja -°C

06:00 Nú þegar farið er að hvessa og kólna í veðri er mikilvægt að endurskoða húðvörur sem við notum. Um hverja 1°C sem kólnar þornar húðin um 10%! Meira »

Eitursvöl herratíska

Í gær, 23:59 Í vetur verða þykkar mjúkar peysur í lit áberandi. Litlir teinóttir frakkar og notaðar gallabuxur svo dæmi séu tekin. Stórar peysur og lag af mismunandi fötum er málið ef marka má GQ um þessar mundir. Meira »

Vandamálin sem pör geta ekki leyst

Í gær, 21:20 Það eru ekki mörg vandamál sem ekki má leysa en þau eru þó nokkur. Sambandssérfræðingurinn Tracy Cox er með þetta á hreinu.   Meira »

Hárgreiðslumaður stjarnanna segir frá

Í gær, 18:30 Hvað er best að gera þegar þú vilt síðara hár? Olsen-tvíburarnir, Diane Kruger og Kate Bosworth myndu leita ráða hjá hárgreiðslumanninum Mark Townsend. Meira »

Vinsælasta andlitslyftingin í dag

í gær Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á laserlyftingu sem er sambærileg við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð. Meira »

„Þetta gerðist svo fljótt!“

í gær „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“ Meira »

Fór í brjóstaminnkun og fékk sýkingu

í gær „Ég fór í brjótsaminnkun fyrir 29 árum og varð fyrir því óhappi að það kom mjög slæm sýking í annað brjóstið og við það varð það miklu minna. Ég held að það sé af því að drenið var tekið fyrr úr því brjósti.“ Meira »

10 lífsreglur Esther Perel

í gær „Ást er eins og á þar sem ævintýri og leyndarmál fljóta um. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast.“ Meira »

Þreytt á hjákonuleiknum

í fyrradag „Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu.“ Meira »

Stuð hjá Hallgrími Helgasyni

í fyrradag Hallgrímur Helgason fagnaði nýútkominni bók sinni, Sextíu kíló af sólskini, með vinum og velunnurum á Bryggjunni Brugghúsi.   Meira »

Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

í fyrradag Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. Meira »

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

20.10. Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

20.10. Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

20.10. Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

20.10. Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

19.10. Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »