Litríkt eldhús við Túngötu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Eldhúsinnréttingin sjálf er hvít og höldulaus og eru viðarborðplötur. Í grunninn er eldhúsið einfalt en endaveggurinn brýtur upp formið. Þar eru hvítir efri skápar með litríkur bláum og rauðum flísum sem hressa upp á umhverfið. Í eldhúsinu eru líka String-hillur og litrík glerljós. 

Oft þarf ekki meira en eitthvað svona til þess að búa til örlitla stemningu. Húsið sjálft er 216 fm að stærð og var byggt 1935. Á gólfunum er parket og fær tekk að njóta sín í bland við hlýleg og örlítið nútímalegri húsgögn. 

Stofan er í næsta herbergi við borðstofu og eldhús. Þar ræður blái liturinn ríkjum. Þessi blái litur skapar hlýleika og passar vel við húsgögnin. 

Það sem einkennir þetta hús er hvað það er skemmtilega innréttað og hvað húsgögnum er raðað skemmtilega saman. Á köflum er þetta ekki alveg hefðbundið en samt er svo mikið stuð í þessu. 

Af fasteignavef mbl.is: Túngata 33

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál