Innréttuðu húsið eftir feng shui-fræðum

Rob Lowe og eiginkona hans, Sheryl Lowe, ætla að minnka …
Rob Lowe og eiginkona hans, Sheryl Lowe, ætla að minnka við sig. AFP

Leikarinn Rob Lowe og eiginkona hans, skartgripahönnuðurinn Sheryl Lowe, hafa sett feiknastórt hús sitt í Kaliforníu á sölu. Hjónin vilja fá 47 milljónir dollara fyrir eignina eða um fimm miljarða íslenskra króna. 

Það er ástæða fyrir rándýru verðinu en húsið er afar glæsilegt með sex svefnherbergjum, átta stórum baðherbergjum og þremur aðeins minni. Stofurnar eru afar vel búnar en einnig er að finna vínkjallara í húsinu. 

Architectural Digest birti innlit í húsið árið 2010 en fram kemur í viðtali við Sheryl Lowe að þau hjónin hafi byggt húsið. Þau fengu ekki bara arkitekta til að koma að hönnun hússins heldur líka feng shui-ráðgjafa til þess að fanga réttu orkuna í húsinu. Var hlutverk ráðgjafans meðal annars að raða húsgögnum og smáhlutum. 

Húsið er afar íburðarmikið.
Húsið er afar íburðarmikið. ljósmynd/sothebyshomes.com
ljósmynd/sothebyshomes.com
ljósmynd/sothebyshomes.com
ljósmynd/sothebyshomes.com
ljósmynd/sothebyshomes.com
ljósmynd/sothebyshomes.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál