LeBron James splæsti í marmarahöll

LeBron James.
LeBron James. AFP

Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum sem fréttir bárust af því að körfuboltastjarnan LeBron James væri á leið til Los Angeles Lakers. Fyrir áramót keypti hann sér þó glænýja villu í Brentwood í Los Angeles fyrir 23 milljónir dala sem gera tæpa tvo og hálfan milljarð á gengi dagsins í dag. 

Fasteignavefurinn Trulia greindi frá kaupum LeBron James í desember en húsið kemur sér eflaust vel núna. Húsið var byggt í fyrra og er þar meðal annars að finna sérstakt eldhús fyrir kokk, átta svefnherbergi og 11 baðherbergi. 

Marmari er fyrirferðarmikill í húsinu og hann er ekki einungis að finna í eldhúseyjunni og innréttingum heldur líka á veggjum í eldhúsi, stofu og baðherbergi. 

ljósmynd/Trulia
ljósmynd/Trulia
ljósmynd/Trulia
ljósmynd/Trulia
ljósmynd/Trulia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál