Sálfræðileg áhrif lita

Litir hafa áhrif á hvernig okkur líður.
Litir hafa áhrif á hvernig okkur líður. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Samkvæmt Fresh Homes hafa litir sérstök áhrif á okkur mannfólkið. Þessi sálfræðilegu áhrif lita eru talin vera almenn, en gott er að prófa sig áfram með liti og áhrif þeirra á fjölskylduna.  Til myndskreytinga með greininni eru notaðar myndir frá breska fyrirtækinu Farrow & Ball þar sem starfsmenn eru góðir í fagurfræði og samspili lita og forma.

Rauður

Rauður litur eflir flæði adrenalíns í líkamanum og poppar upp …
Rauður litur eflir flæði adrenalíns í líkamanum og poppar upp stemningu í húsum. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Rauður litur færir orkuna í herbergjum upp. Þessi litur, meira en annar, eykur flæði adrenalíns í líkamanum. Þess vegna er gott ráð að velja rauðan lit ef þú vilt efla flæði og poppa upp stemninguna í herbergjum þar sem fólk kemur saman og vill eiga góðar stundir. Sem dæmi í borðstofu eða stofu. Rauður litur hefur áhrif á blóðþrýsting og eykur hjartslátt. Vanalega velur fólk sér ekki rauðan lit inn í svefnherbergi þar sem liturinn þykir of orkumikill þar. En ef þú ert vanalega í herberginu eftir að það er orðið dimmt getur rauður litur inn í svefnherbergi verið ríkulegur og smart.

Gulur

Gulan lit ætti ekki að nota á of stórt svæði. …
Gulan lit ætti ekki að nota á of stórt svæði. Liturinn dregur fram tilfinningar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Gulur er litur sólarinnar og hamingjunnar. Gulur er litur eldhússins, borðstofunnar og er góður á baðherbergið.  Gulur gefur þar orku og reisir andann. Gulur er frábær litur fyrir ganga, lítil svæði og hol, hann er ríkulegur og býður mann velkominn.

Gulur er góður með öðrum litum en ætti ekki að fara á of mörg svæði. Rannsóknir sýna að fólk hefur meiri tilhneigingu til að missa stjórn á skapinu í gulu umhverfi. Börn virðast gráta meira í gulum herbergjum. Fólk getur fundið tilfinningar sínar koma upp í gulu umhverfi. 

Blár

Blár litur lækkar blóðþrýstinginn.
Blár litur lækkar blóðþrýstinginn. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Blár er sagður lækka blóðþrýsting og hægja á hjartslætti. Þess vegna er hann talinn róa og oft talinn henta vel í herbergjum og baðherbergjum.

Pastelblár er ekki talinn góður á veggi, hann er talinn kuldalegur. Hins vegar getur sá litur hentað vel í herbergi sem er ekki með miklu sólarljósi. Ef þú velur ljósbláan í herbergið, er gott að jafna hann út með hlýjum bláum tónum í innanstokksmunum og teppi.

Ef þú vilt búa til róandi stemningu á stöðum þar sem fólk kemur saman er lagt til að við notum hlýjan bláan lit. Dökkblár hefur hins vegar þau áhrif að hann getur ýft upp sorg og sterkar tilfinningar. 

Grænn

Grænn litur minnkar streitu og hjálpar til við að slaka …
Grænn litur minnkar streitu og hjálpar til við að slaka á. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Grænn litur þykir koma ró á hugann. Af þeim sökum passar grænn inn í hvaða herbergi sem er í húsinu. Ef þú velur þér grænan inn í eldhúsið, inn í borðstofuna eða stofuna ertu að búa til umhverfi til þess að róa fólk niður og tengja. 

Grænn er talinn minnka streitu og hjálpa fólki við að slaka á. Eins er talið að grænn auki frjósemina, sem gerir litinn tilvalinn fyrir sum svefnherbergi.

Appelsínugulur

Appelsínugulur er frábær litur til að færa orkuna upp.
Appelsínugulur er frábær litur til að færa orkuna upp. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Er frábær til að koma orkunni upp. Þess vegna er ekki mælt með þessum lit í svefnherbergið, heldur frekar á þá staði þar sem þú ert að stunda líkamsrækt og vilt koma blóðrásinni af stað.

Í fornum egypskum fræðum var talið að appelsínugulur litur hefði góð áhrif á lungun.

Hlutlausir litir

Svartur litur tengir aðra liti í rými.
Svartur litur tengir aðra liti í rými. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Grár, svartur, hvítur og brúnn eru litir sem kallast hlutlausir litir. Þeir eru algengir á heimilum fólks og koma reglulega í tísku. Vinsældir þessa lita má rekja til þess að þeir eru sveigjanlegir. Ef þú bætir litum inn í hlutlaust umhverfið þá getur þú fært orkuna upp, en ef þú tekur þá út úr umhverfinu þá hefur það róandi áhrif.

Mælt er með því að nota svartan lit í takmörkuðu magni, einungis til að draga fram ákveðin svæði. Í raun eru margir sérfræðingar á því að svartur sé nauðsynlegur á öll svæði til að búa til dýpt og tengja aðra liti saman. 

Litir í loftum

Loftið þekur 1/6 hluta rýmisins. Algengt er að hafa loftin …
Loftið þekur 1/6 hluta rýmisins. Algengt er að hafa loftin hvít, en stundum eru þau í sama lit og veggir og hurðakarmar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Loft í húsum eru 1/6 hluti af rýminu. Flest loft fá hvítan eða ljósan lit. Hins vegar eru sumir duglegir að velja liti í loftin. Ljós loft láta lofthæð húsnæðis virka meiri. Dekkri litir láta lofthæðina virka minni. Gott er að skoða hvað er í boði og hvaða áhrif litir hafa á loft í húsnæði. Að vinna rannsóknarvinnu þegar kemur að litavali skiptir miklu máli til að hver og einn geti fundið það sem hentar fjölskyldunni best.

Dökk loft minnka lofthæðina.
Dökk loft minnka lofthæðina. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál