Undir frönskum og japönskum áhrifum

Emmanuelle Simon er ættuð frá ísrael, en er fædd og …
Emmanuelle Simon er ættuð frá ísrael, en er fædd og uppalin í Frakklandi. Hún starfar sem arkitekt og innanhúshönnuður í dag. Ljósmynd/heimasíða Emmanuelle Simon

Emmanuelle Simon er innanhúshönnuður sem hannar tímalaus húsnæði með frönsk/japönsku ívafi. Hún er að byrja að vekja athygli, meðal annars fyrir hönnun sína á Evidens De Bauté í París, snyrtistofu í 16. hverfi Parísarborgar.

Simon þykir einstaklega hæfileikarík. Hún notar fallega ljósa tóna og hefur látið framleiða alls konar innanstokksmuni, svo sem ljós og skápa svo eitthvað sé nefnt.

Samspil fallegra náttúrulegra lita og fágaðs frágangs er einkenni franska …
Samspil fallegra náttúrulegra lita og fágaðs frágangs er einkenni franska arkitektsins Emmanuelle Simon. Ljósmynd/heimasíða Emmanuelle Simon

Í nýlegu viðtali við hönnuðinn segir hún: „Ég hef fengið tækifæri til að ferðast mikið í gegnum tíðina, þannig hef ég get skoðað með eigin augum hönnun víðs vegar um heiminn.“

Simon á ísraelska móður, hún flutti til Parísar 17 ára að aldri til að leggja stund á nám í faginu sem hana dreymdi um að starfa í. Á síðasta ári opnaði hún sína eigin arkitektastofu í París.

Simon hefur unnið að verkefnum víða um heiminn. Aðspurð hvernig hún myndi lýsa sinni eigin hönnun segir hún: „Ég er mikið fyrir að útfæra smáatriði vel. Ég vel náttúrulega liti og nota mismunandi efni til að búa til áhugavert útlit.“

Arkitektinn segir að París sé einstök borg að búa í upp á fegurðarskynið en nýtur þess að vera við sjóinn. „Allt tengt sjónum er heillandi að mínu mati.“

Ljós hannað af Simon.
Ljós hannað af Simon. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Aðspurð hvernig hún kynni sig sem fagmann segir hún að Instagram virki best fyrir sig. Það sé staðurinn þar sem ungir og efnilegir listamenn og hönnuður hafi tækifæri til að skapa og auðvelt sé að ná til þeirra í gegnum samfélagsmiðla í dag.

Fallegt herbergi hannað af Simon.
Fallegt herbergi hannað af Simon. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það …
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það er staðsett í 16. hverfi borgarinnar. Ljósmynd/skjáskot
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það …
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það er staðsett í 16. hverfi borgarinnar. Ljósmynd/skjáskot
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það …
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það er staðsett í 16. hverfi borgarinnar. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það …
Simon hannaði fransk/jabanska baðhúsið Evidens De Bauté í París. Það er staðsett í 16. hverfi borgarinnar. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál