Þetta ætti að vera í forgangi á nýju heimili

Púðarnir skipta máli.
Púðarnir skipta máli. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar flutt er inn í nýja íbúð þarf að gera málamiðlanir hvort sem það er vegna fjárhags eða smekks þeirra sem búa þar. Það eru þó nokkur atriði sem ættu alltaf að vera í forgangi og engar málamiðlanir ættu að gera að mati innanhússérfræðinga sem Homes & Property ræddi við.

Fimm innanhússérfræðingar gáfu sín allra bestu ráð og eru ráðin misjöfn. Á meðan sum eru praktísk eru önnur fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig. 

Geymslupláss

Einn sérfræðingurinn vildi meina að geymslupláss væri það mikilvægasta á heimilinu og ekki ætti að gera neinar málamiðlanir þegar kæmi að því. 

Blöndunartæki 

Fólk ætti að setja hluti sem það notar reglulega í forgang eins og blöndunartæki og annað sem má finna í eldhúsinu. 

Ekki vanmeta þörfina á geymsluplássi.
Ekki vanmeta þörfina á geymsluplássi. mbl.is/Thinkstockphotos

Venjulegu hlutirnir

Annar sérfræðingur var sammála því að mestu máli skiptu þessir hlutir sem fólk notar dags daglega eins og hurðarhúnar og slökkvarar og slíkt. Segir hann að fólk taki þessum litlu hlutum sem sjálfsögðum og taki varla eftir þeim. Þeir skipta hins vegar miklu máli. 

Púðar

Einn af sérfræðingunum var þó með hugann við fagurfræðina og sagði góða púða skipta miklu máli. Ódýrir og óvandaðir púðar ættu ekki að vera inni á heimilinu. 

Draumahluturinn

Oft dreymir fólki um einhvern einn hlut og að mati sérfræðings er það þess virði að næla sér í hann jafnvel þótt fólk hafi ekki efni á því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál