Villan hans Ponti til sölu

Loren og Ponti dansa saman. Fallegra par er varla hægt …
Loren og Ponti dansa saman. Fallegra par er varla hægt að hugsa sér. mbl.is/skjáskot Instagram

Ef þú átt 19 milljónir evra á lausu veit Smartland um villuna fyrir þig. Eiginmaður Sophia Loren, kvikmyndaframleiðandinn Carlo Fortunato Pietro Ponti Sr. átti þessa villu um miðbik síðustu aldar. 

Ponti var eins og flestum er kunnugt um einn þekktasti kvikmyndaframleiðandi síns tíma. Hann framleiddi meðal annars fles tallar kvikmyndir eiginkonu sinnar Sophia Loren. 

Villan er staðsett í Róm, nánar tiltekið í Appian Way-garðinum, sem stendur á einu fallegasta svæði Rómaborgar. Í 10 mínútna fjarlægð frá Hringleikahúsinu í Róm (Colosseum). 

Þegar Carlo Ponti bjó í villunni heimsóttu hann helstu stjörnur þess tíma. Svo sem Federico Fellini, Vittorio de Sica, Roberto Rossellini, Alberto Sordi, Silvana Mangano, Antony Quinn, Kirk Douglas og svo mætti lengi áfram telja. 

Það eru þrennar dyr að eigninni, Ponti lét gestina sína vanalega koma inn um innganginn sem sýndi tilkomuminnstu aðkomuna. Alberto Sordi ákvað eftir eina slíka heimsókn að láta upphafsatriði í kvikmynd sinni gerast í þessum inngangi. Kvikmyndinni „Un tassinaro a New York“.

LionardLuxuryRealEstate (www.lionard.com) auglýsir húseignina til sölu. 

Ponti-fjölskyldan seldi húseignina árið 1980.  Í garðinum er sundlaug, bílskúr og nokkrar aukaíbúðir eru á landeigninni. 

Í húsinu eru mósaíkflísar frá rómönskum tíma. Sjón er sögu ríkari.

Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
Ljósmynd/Lionard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál