Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

Hvíti liturinn verður áberandi á ný eftir smá hlé. Hér …
Hvíti liturinn verður áberandi á ný eftir smá hlé. Hér má sjá hvernig hægt er að búa til fantagóða stemningu með því að setja saman mörg pappaljós og hengja í loftið.

Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn væntanlegur en hann kemur í lok ágúst. Þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. 

Það verða mikil næntís áhrif í húsbúnaðartískunni næsta vetur. Stundum er smá eins og 1990 hafi verið að hringja þar sem rósóttir sófar í vínrauðum og flöskugrænum tónum verða fáanlegir og líka vínrauðar Billy bókahillur. Hlýleikinn tekur völdin og það verður mikið lagt í vefnaðarvöru og allt sem gerir heimilið ennþá notalegra. 

Auðvitað munu mínimalistar þessa lands og annarra geta fundið eitthvað við sitt hæfi en hitt er meira afgerandi. 

Í nýja vörulistanum eru ekki bara ný og töff húsgögn heldur líka einfaldlega góðar hugmyndir um hvernig við getum bætt umhverfi okkar og heimili. Takið eftir heitasta trendinu en það er að fá sér sófa í lit og mála vegginn í sama lit. Þannig fellur sófinn svolítið inn í umhverfið og skapar fallega heildarmynd. 

Hér fyrir neðan er smá brot af því sem koma skal en auðvitað er langbest að fara bara í IKEA og skoða allt þetta nýja og ferska. 

Græni liturinn verður mjög áberandi í vetur. Bæði flöskugrænn og …
Græni liturinn verður mjög áberandi í vetur. Bæði flöskugrænn og líka ljósgrágrænn. Takið eftir leðurhöldunum. Þær fást í IKEA og geta gert kraftaverk til dæmis þegar fólk er að gera upp gömul eldhús.
Iðnaðarstíllinn verður áfram áberandi. Hér má sjá nýjar hillueiningar í …
Iðnaðarstíllinn verður áfram áberandi. Hér má sjá nýjar hillueiningar í eldhús sem passa vel fyrir vínflöskur og brýtur þessi skálína upp formið. Takið eftir hvað er fallegt að flísaleggja heila veggi og láta þetta ná upp í loft.
Gluggatjöld, eða vængir eins og svona gardínur eru oft kallaðar, …
Gluggatjöld, eða vængir eins og svona gardínur eru oft kallaðar, verða mun meira áberandi næsta vetur en verið hefur.
Flauelið verður alltaf vinsælla og vinsælla. Hér má sjá rúmgafl …
Flauelið verður alltaf vinsælla og vinsælla. Hér má sjá rúmgafl sem klæddur er með flaueli. Takið eftir hvað er fallegt að hafa litinn á veggnum í sama tón og gaflinn sjálfur.
Flottir snagar setja svip sinn á barnaherbergið.
Flottir snagar setja svip sinn á barnaherbergið.
Nýtt ungbarnarúm frá IKEA. Það sómir sér vel inni í …
Nýtt ungbarnarúm frá IKEA. Það sómir sér vel inni í barnaherbergi og gerir hlýlegt í herberginu.
Næntís bókahillur og bast verða áberandi næsta vetur.
Næntís bókahillur og bast verða áberandi næsta vetur.
Meiri næntís fílingur. Í nýja bæklingnum má sjá LIATORP bókahillum …
Meiri næntís fílingur. Í nýja bæklingnum má sjá LIATORP bókahillum sem eru mjög svalar. Hér sést smjörþefurinn af því sem koma skal.
Hér má sjá fallega útfærslu af IKEA eldhúsi.
Hér má sjá fallega útfærslu af IKEA eldhúsi.
Hér er brúnn GRÖNLID sófi við bleikan vegg.
Hér er brúnn GRÖNLID sófi við bleikan vegg.
Bleikar flísar fara vel við hvíta baðinnréttingu úr IKEA:
Bleikar flísar fara vel við hvíta baðinnréttingu úr IKEA:
Sófi og veggur í sama lit. Það mun allt snúast …
Sófi og veggur í sama lit. Það mun allt snúast um það næsta vetur eins og sjá má hér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál