Ferðaþjónustugreifi kaupir Fjölnisveg 11

Fjölnisvegur 11.
Fjölnisvegur 11. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Fjölnisvegur 11 er eftirsótt fasteign eða alla vega hjá þeim sem eiga nóg af peningum. Húsið hefur verið í eigu ríkasta fólks Íslands en þar bjó til dæmis Skúli Mogensen og Hannes Smárason og Guðmundur Kristjánsson í Brimi og fleiri.

Fyrirtækið Sonja ehf. keypti húsið af Skúla sem er nú búið að selja það til Djengis ehf. Djengis ehf. er í eigu Ingólfs Abraham Shahin sem á 55,3 prósent í fyrirtækinu Guide to Iceland sem er bókunarfyrirtæki í ferðaþjónustu. 

Guide to Iceland var stofnað árið 2012 og rekur fyrirtækið vefinn www.guidetoiceland.is. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu ár með auknum straumi ferðamanna til Íslands. Fyrirtækið greiddi út 600 milljóna arð í ár. 

Það er ekkert skrýtið að Ingólfur hafi fallið fyrir þessu húsi. Það er á fjórum hæðum, rúmgott og smekklegt en nýlega var eldhúsið tekið í gegn og settar hvítar innréttingar, marmari og speglar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál