Sonja ehf. keypti af Ólafi Stef. og Kristínu

Ólafur Stefánsson og Kristín Soffía Þorsteinsdóttir settu einbýlishús sitt við Sjafnargötu í Reykjavík á sölu árið 2017. Húsið seldist ári síðar eða í sumar og er kaupandi Sonja ehf. 

Sjafnargata 14 er stór og reisuleg fasteign eða 384 fm að stærð. Húsið var byggt 1930 en hefur verið endurnýjað mikið. Ásett verð var 220 milljónir en fasteignamat hússins er 174.650.000 í ár en verður 179.200.000 kr. árið 2019. 

Einkahlutafélagið Sonja ehf. átti áður Fjölnisveg 11 en sú fasteign var seld á svipuðum tíma í sumar eins og Smartland greindi frá í síðustu viku. 

Sonja ehf. rekur Vero Moda-verslanirnar á Íslandi en undir þeim hatti eru líka Selected, Jack and Jones og Vila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál