Hildur Vala og Jón Ólafs selja raðhúsið

Hildur Vala og Jón Ólafsson.
Hildur Vala og Jón Ólafsson.

Tónlistarhjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson hafa sett sitt huggulega raðhús í 101 á sölu. Heimilið iðar af þokka og gleði en þar er að finna einhverja stemningu sem er eftirsóknarverð og heillandi. 

Um er að ræða 291 fm hús sem byggt var 1980. Húsið er með átta herbergjum og ansi rúmgott. Inn á heimilið er húsgögnum raðað fallega enda eru þau Hildur Vala og Jón smekkfólk. 

Eldhúsið er opið inn í stofu en þar er arinn og hægt að labba beint út í garð. Þessi hæð er máluð í mjög fallegum blágráum tón sem gerir heimilið notalegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Einarsnes 26

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál