Íslensk málning í H&M Home

Kalklitir verða fáanlegir í H&M Home Concept-verslunum.
Kalklitir verða fáanlegir í H&M Home Concept-verslunum. skjáskot/Instagram

Kalkmálning frá íslenska merkinu Kalklitir verður fáanleg í H&M Home Concept-verslunum í Evrópu í haust. Alls munu níu búðir opna í fimm löndum.

Sex litir verða fáanlegir frá merkinu en þetta er í fyrsta skipti sem H&M Home selur annað merki en sitt eigið í verslunum sínum. Fyrsta verslunin opnaði á dögunum í Biblioteksgatan 11 í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Þá munu concept-verslanir einnig opna í Hamborg og München í Þýskalandi, Kaupmannahöfn í Danmörku, Ósló í Noregi og Malmö í Svíþjóð. 

Í Stokkhólmi.
Í Stokkhólmi. skjáskot/Instagram/kalklitir

Kalklitir er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað á Akureyri. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Auður Skúladóttir og segir á síðu fyrirtækisins að það byggi á hæfileikum og menntun hennar. Kalkmálningin frá Kalklitum er náttúruvæn og er seld í duftformi, sem gerir hana umhverfisvænni. 

Þau hafa fært framleiðsluna til Svíþjóðar og eru með skrifstofur í Belgíu. Kalklitir eru einnig fáanlegir í fleiri verslunum víða um Evrópu og halda þau einnig úti vefverslun. 

Our special event can now be revealed ☺️ #kalklitir “”””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””” Kalklitir will be available in 9 beautiful brand new @hmhome concept stores 👌🏻 opening in 5 different countries this autumn 💘🌍 “”””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””” For a period of time in each store to be opened, six Kalkpaint colours will be available in limited volumes 😉 “””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””” ✨ first store is opening in Biblioteksgatan 11 in Stockholm tomorrow August 23rd 👌🏻 #kalklitir#HMhome @hmhome 💖 “”””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””” 🤞🏻🤞🏻 hope to see you all in @hmhome this autumn 😀

A post shared by Kalklitir (@kalklitir) on Aug 22, 2018 at 3:10am PDT

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál