Með klifurvegg á heimilinu

Hönnuðir nútímaheimila leggja áherslu á að hver og einn fjölskyldumeðlimur fái að njóta sín sem best. Þessi fjölskylda elskar að klifra og þess vegna er klifurveggur á heimilinu. 

Ég vildi óska þess að þetta heimili væri til sölu og væri í Hlíðunum eða Fossvogi en því miður er það í Ástralíu. En hugmyndin er engu að síður góð og sniðugt að nota dautt pláss á gangi í að setja upp klifurvegg. Veggurinn er sérútbúinn og hannaður af arkitektastofunni de.arch en íbúðin sjálf er í Melbourne í Ástralíu. 

Það er þó ekki bara þessi sniðugi fjölskylduveggur sem heillar heldur er íbúðin í heild sinni frekar lekker. Í eldhúsinu er blá innrétting og brons-speglar á milli skápa. Þetta er auðvelt að leika eftir með því að láta sérsmíða gler hjá Glerborg eða öðru fyrirtæki í þessum bransa. Bronsglerið tekur í burt allan sumarbústaðafíling og bætir inn smáglamour sem er svo heillandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál