Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, en hann er í tímabundnu leyfi …
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, en hann er í tímabundnu leyfi frá störfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Hann og eiginkona hans, Svanhildur, hafa sett einbýlishús sitt í Fossvoginum inn á Home Exchange. 

Helst vilja þau komast til Spánar eða nánar tiltekið til Málaga, Nerja eða Andalusiu. Og vilja helst gera húsaskipti í þrjár vikur í einu. 

Heimili þeirra hjóna er vel búið með skjólgóðum og fínum garði. Húsið er við Elliðaárdalinn þar sem hægt er að njóta góðrar náttúru en það sem er merkilegt við Elliðaárnar er að þetta er eina áin í Evrópu sem hægt er að veiða lax í inni í stórborg.

Eiríkur Jónsson greindi fyrstur frá húsaskiptunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál