Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

Miranda Kerr á dásamlegt baðherbergi og svefnherbergi.
Miranda Kerr á dásamlegt baðherbergi og svefnherbergi. AFP

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr bauð Allure í sýnisferð um baðherbergi sitt en á heimili hennar og Evan Spiegel, stofnanda Snapchat, er baðherbergið í sama rými og svefnherbergið. Á það sérstaklega vel við í hennar tilviki enda leggur hún mikið upp úr því að slaka á í baðinu og taka góða sturtu. 

Frístandandi gamaldags baðkar setur fallegan svip á herbergið en Kerr segist passa sig sérstaklega vel þegar hún fer upp úr að skvetta ekki vatni yfir allt. Hún nýtur þess síðan að fara í heita sturtu og geta horft út. Mikill gróður er í kringum húsið en hún segist líka sjá út á haf úr sturtunni. 

Baðið er alveg við rúmið.
Baðið er alveg við rúmið. skjáskot/Youtube
mbl.is