Tívolí-línan heillar upp úr skónum

Tívolí litirnir eru áberandi í línunni. Hér má sjá bleikan …
Tívolí litirnir eru áberandi í línunni. Hér má sjá bleikan og rauðan speglabakka og rauðan kertastjaka með brass botni.

Normann Copenhagen frumsýndi Tívolí línuna í samstarfi við Epal í gær. Tívolí línan er innblásin af Tívolí garðinum í Kaupmannahöfn og inniheldur yfir 300 vörur, ljós, textílvörur, borðbúnað, ilmi og skrautmuni fyrir heimilið sem fanga töfrandi heim og menningararf Tívolí. Flestir tengja Tívolí við eitthvað fjör og skemmtilegheit og ekki er hægt að segja annað en það hafi verið hægt að fanga þá stemningu í þessari línu. 

Þegar línan var kynnt hérlendis í gær fékk hún ákaflega góð viðbrögð. Það sem er svo sjarmerandi við hana er að hún býður upp á eitthvað nýtt, meiri liti, meira brass, meiri glamour og meira stuð. 

Þeir sem hafa áhuga á að fegra heiminn í kringum sig þurfa nefnilega alltaf eitthvað nýtt. Einhverja örvun sem kemur með meiri ljóma og meira líf inn í tilveruna. Ef þú ert þessi týpa sem vilt hafa allt svolítið litríkt og glansandi þá er þetta eitthvað fyrir þig. 

Hvítur borðbúnaður er alltaf klassískur. Takið eftir munstrinu. Það er …
Hvítur borðbúnaður er alltaf klassískur. Takið eftir munstrinu. Það er smá stuð í því.
Þessi leikföng eru í Tívolí línunni.
Þessi leikföng eru í Tívolí línunni.
Brassið er áberandi og alltaf hátíðleg.
Brassið er áberandi og alltaf hátíðleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál