Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölskyldan fór í talsverðar framkvæmdir til að opna eldhúsið en allt húsið er í þeim stíl að hægt er að ganga úr einu rými í annað í góðu flæði.

Sólveig lýsir verkefninu í upphafi á eftirfarandi hátt.

„Eldhúsið var frekar lítið og alveg lokað af og því þótti okkur góð hugmynd frá byrjun að opna frá stofunni inn í það. Þannig myndi eldhúsið, sem var mjög falið áður, verða sýnilegra. Eins yrði hægt að ganga í hring um eldhúsið.“

Hvað hafðir þú í huga við val á innréttingum og borðplötum?

„Þar sem það var annað gólfefni í eldhúsinu þurftum við að taka flotið sem fyrir var og setja parket. Sem betur fer átti húsráðandi smávegis aukaparket í skúrnum sem hægt var að nota en það þurfti svo að bæta við parketi sem ekki var til á landinu. Við fengum snillingana hjá Parketútliti til að púsla þessu saman. Þeir sérsmíðuðu parketið sem upp á vantaði til að fá fram þessa heild í gólfefninu. Parketið var svo pússað upp og lakkað. Ég var ánægð með hversu vel þetta var gert,“ segir Sólveig.

Húseigendur miklir fagurkerar

Þegar kemur að eldhúsinnréttingu útskýrir Sólveig að dökk innrétting hafi alltaf verið planið þar sem þau hafi sammælst um að það passaði þessu húsi best. „Við vildum hafa ákveðinn „vá-faktor“ þegar kom að borðplötunni. Marmari varð fyrir valinu og við þurftum að skoða vel og vandlega plöturnar hjá Granítsmiðjunni til að finna þá réttu. Síðar fundum við svo á smíðaverkstæðinu hjá þeim þessa plötu sem við féllum báðar fyrir á staðnum.“

Sólveig lýsir húseigendum sem miklum fagurkerum. „Mér finnst eldhúsið mjög vel heppnað og í þeirra anda.“

Marmarinn kallast fallega á við vaskinn og kranann í eldhúsinu. „Það er gull í marmaranum og þess vegna var ekki hægt að hafa venjulegan vask við borðplötuna. Við fundum þennan fallega vask og krana hjá Ísleifi Jónssyni. Þetta er rósagull sem fer einstaklega vel við eldhúsið og setur þennan punkt yfir i-ið.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað með ljósakrónuna?

„Hún er einstök. Eigendur áttu hana fyrir og notuðu fyrir ofan borðstofuborðið sitt. Þetta er ítölsk ljósakróna úr Saltfélaginu úti á Granda. Okkur fannst hún tilvalin inn í eldhúsið og yfir eyjuna.“

Nýtt eldhús á ekki að stinga í stúf

Það er ákveðið tímaleysi við bæði húsið og eldhúsið allt. „Já, það er rétt, og við vildum hafa það þannig. Það er vandmeðfarið að setja tignarlegt eldhús inn í svona einstakt hús. Mig langaði að gera eldhúsið þannig að þegar þú kemur inn í það væri eins og það hefði alltaf verið svona.

Nýtt útlit á eldhúsið á ekki að vera þannig að það stingi í stúf við annað í húsinu að mínu mati. Þess vegna reyndi ég að halda öllu sem var gamalt og fallegt, en ég poppaði það upp.“

Hverju mælirðu með fyrir eldhús á þessu ári?

„Svört eldhús eru ennþá mjög vinsæl og svört bæsuð eik eða askur. Þessi efni eru tímalaus og auðvelt að raða húsgögnum inn í þannig eldhús,“ segir Sólveig og útskýrir að hver og einn geti síðan sett sinn smekk inn í slík rými. Það sé alltaf fallegt.

Sólveig segir að mikilvægt sé að hugsa allar framkvæmdir til enda og alltaf sé gott að ráðfæra sig við fagfólk til að fá sem fallegasta heildarmynd á húsin sem verið er að vinna með.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál