Hanna Stína hannaði fyrir Höllu og co.

Við sjóinn í vesturbæ Kópavogs stendur eitt fallegasta hús landsins. Hægt er að opna húsið upp á gátt eins og er svo vinsælt í heitu löndunum. Stíllinn á húsinu er heillandi og haldið er í upprunalega stílinn en húsið var byggt 1969. 

Um er að ræða 216 fm einbýli sem er í eigu Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar. Það var innanhússarkitektinn Hanna Stína sem hannaði húsið að innan. Eldhúsið er einstaklega vel heppnað með fáránlega flottri eyju sem er með hnausþykkum marmara. Innréttingar eru úr bæsaðri eik og hvítar sprautulakkaðar. Inni í eldhúsi er speglaklæddur veggur bak við hillur sem kemur ákaflega vel út. 

Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og eru gólfin ýmist flísalögð eða parketlögð með bæsuðu eikarparketi. 

Af fasteignavef mbl.is: Sunnubraut 43

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál