Eggið er draumahúsgagnið

Eldhúsið er í uppáhaldi hjá Dagný.
Eldhúsið er í uppáhaldi hjá Dagný. mbl.is/Hari

Dagný Skúladóttir, ferðaráðgjafi og flugfreyja, rekur netverslunina Reykjavikbutik ásamt systur sinni. Hún á von á sínu fjórða barni og er dugleg að sinna áhugamálum sínum sem tengjast hönnun. 

Hvað getur þú sagt mér um Reykjavikbutik?

„Ég og tvíburasystir mín Drífa Skúladóttir opnuðum netverslunina Reykjavikbutik.is um miðjan október 2014 og fögnum við því fjögurra ára afmæli núna í næsta mánuði. Reykjavikbutik selur hönnunarvörur fyrir heimilið auk þess sem við bjóðum upp á fallega hluti í barnaherbergið. Myndirnar hjá okkur hafa verið hvað vinsælastar. En við seljum falleg veggspjöld frá þekktum ljósmyndara sem heitir Vee Speers, auk mynda frá Love Warriors og Ruben Ireland.“

Heimilið er einstaklega falllegt. Allir hlutir eiga sinn stað.
Heimilið er einstaklega falllegt. Allir hlutir eiga sinn stað. mbl.is/Hari

Þegar netverslanir verða að búðum

Dagný segir að það sé áhugamál að fylgjast með helstu straumum og stefnum í hönnun. Þær systur séu að auka vöruúrval fyrir börnin og það séu spennandi tímar framundan.

„Netverslanir voru frekar nýtt fyrirbæri hér á landi fyrir rúmum fjórum árum og það er gaman að sjá hvað margar netverslanir eru komnar á markaðinn og eins að sjá verslun eins og Snúruna fara úr því að vera netverslun í það að opna glæsilega búð.“

Dagný og fjölskylda hennar búa í fallegu húsnæði í Akrahverfinu í Garðabæ. Aðspurð hvað einkennir falleg heimili segir hún að fólkið skipti miklu máli og persónulegur stíll þeirra sem búa á heimilinu.

Hver er uppáhaldshluturinn heima?

„Panton-lampinn minn hvíti er alltaf í uppáhaldi.“

Hvað keyptir þú þér síðast? „Gráan bekk frá Modern.“

Hefurðu alltaf haft áhuga á heimili og hönnun?

„Nei, ég hugsa að það hafi komið með tímanum. En ég hef alltaf haft gaman af að skoða heimili annarra og spá í þau.“

Góðar hirslur skipta máli á heimilinu.
Góðar hirslur skipta máli á heimilinu. mbl.is/Hari

Er mikið að breyta heima

Dagný er ein af þessum ofurduglegu konum og segist vera lítið fyrir að kjarna sig heima fyrir. „En ef mér dettur í hug að slaka á þá er það uppi í rúmi.“

Ertu mikið fyrir að breyta heimilinu?

„Já, ég var mikið fyrir að breyta. Hér áður varð ég fljótt leið á hlutunum en núna með tímanum hef ég aðeins róast. Ég er farin að vanda valið betur og kaupa veglegri og tímalausa hönnun með árunum.“

Uppáhaldshornið hennar heima er við eldhúseyjuna með góðan kaffibolla og gesti í heimsókn.

Hver einasti hlutur er einstaklega vel valinn í þessari hillu.
Hver einasti hlutur er einstaklega vel valinn í þessari hillu. mbl.is/Hari

Hvaða litir verða vinsælir heima fyrir í vetur?

„Ég myndi segja svartur litur og steingrár í bland við musku bleikan.“

Dagnýju dreymir um nýtt borðstofuborð, stóla og ljós við. „Það er allt í vinnslu og verður vonandi klárt fyrir jólin. Annars er draumahúsgagnið eggið eftir Arne Jacobsen.“

Hvít gegnsæ gluggatjöld fara vel með einföldum formum og litum …
Hvít gegnsæ gluggatjöld fara vel með einföldum formum og litum á heimilinu. mbl.is/Hari
Grár er vinsæll í vetur.
Grár er vinsæll í vetur. mbl.is/Hari
Heimilið er fullt af fallegum ljósmyndum.
Heimilið er fullt af fallegum ljósmyndum. mbl.is/Hari
Að geta sofið, lært og haft það huggulegt á sama …
Að geta sofið, lært og haft það huggulegt á sama tíma skiptir máli inn í barnaherbergjum. mbl.is/Hari
Fallegir litir sem vinna saman.
Fallegir litir sem vinna saman. mbl.is/Hari
Af hverju ekki að hengja blómin upp á veggi? Það …
Af hverju ekki að hengja blómin upp á veggi? Það gefur gott pláss og er fallegt. mbl.is/Hari
Allt á sinn stað. Falleg vínkerra.
Allt á sinn stað. Falleg vínkerra. mbl.is/Hari
Dagný keypti þennan gráa bekk nýverið í Módern.
Dagný keypti þennan gráa bekk nýverið í Módern. mbl.is/Hari
Dagný á fallegt heimili í Garðabæ.
Dagný á fallegt heimili í Garðabæ. mbl.is/Hari
Að hafa skápa upp á vegg er hreinlegt og fallegt.
Að hafa skápa upp á vegg er hreinlegt og fallegt. mbl.is/Hari
Það er gott að sitja í eldhúsinu með vinum að …
Það er gott að sitja í eldhúsinu með vinum að mati Dagnýjar. mbl.is/Hari
Stofan er hlýleg og skemmtileg.
Stofan er hlýleg og skemmtileg. mbl.is/Hari
Maríu stytturnar eru vinsælar um þessar mundir.
Maríu stytturnar eru vinsælar um þessar mundir. mbl.is/Hari
Það er fallegt að hafa króm lit inn á heimilinu.
Það er fallegt að hafa króm lit inn á heimilinu. mbl.is/Hari
Lýsingin á heimilinu er skemmtileg.
Lýsingin á heimilinu er skemmtileg. mbl.is/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál