Öðruvísi raðhús í Fossvogi

Við Logaland í Reykjavík stendur huggulegt raðhús sem er innréttað töluvert öðruvísi en en gengur og gerist í þessu hverfi. 

Um er að ræða 213 fm raðhús sem byggt var 1970. Fyrir um áratug var húsið tekið í gegn. Eldhúsið er skemmtilega hannað með hvítri innréttingu með ógegnsæjum glerforstykkjum  og háglans svörtum skápum. Eldhúsið er í norður en gengið er upp tvær tröppur upp í stofu og lesherbergi. Húsgögnum er fallega raðað upp og miðjustillt, ekki öll meðfram öllum veggnum. 

Falleg listaverk prýða heimilið og eru húsgögnin falleg. Þar eru til dæmis tvö PH-ljós sem fást í Epal en þau hanga yfir eldhúsborðinu sem er líka borðstofuborð. 

Af fasteignavef mbl.is: Logaland 15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál