Eftirsóknarverðasti stjakinn kominn í gull

Einn eftirsóknarverðasti kertastjaki síðustu ára, borðstjakinn frá HAF Studio, er nú kominn í gull. Eingöngu 30 eintök verða framleidd af honum. Eigendurnir, Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, eru mikið smekkfólk og eru í góðum tengslum við kúnnana sína. Nýja línan úr gullinu er framleidd úr gegnheilu látúni hjá Suðulist. 

„Svona framleiðsla er sjaldséð sérstaklega á Íslandi því takmörkuð reynsla og þekking hefur verið á þessum efnivið hingað til,“ segir Hafsteinn. 

Þegar stjakinn kom á markað í svörtu fyrir um tveimur árum seldist hann upp strax enda er stjakinn fallegur allan ársins hring. Hægt er að skreyta hann og gera hann enn þá jólalegri en svo stendur hann líka fyrir sínu einn og sér hina daga ársins. 

Fyrir tveimur árum lagði Karitas á borð fyrir Jólablað Morgunblaðsins og mátti þar sjá stjakann í allri sinni jóladýrð. 

Í línunni er líka þetta fantaflotta loftljós sem hannað er …
Í línunni er líka þetta fantaflotta loftljós sem hannað er af HAF Studio.
Hér má sjá veggstjakann í gulli.
Hér má sjá veggstjakann í gulli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál