Rúmlega 100 ára gamalt ævintýrahús í 101

Ef þú elskar hús með sál þá er þetta hús eitthvað fyrir þig. Það stendur við Bergstaðastræti í Reykjavík eða í hjarta miðbæjarins. Búið er að gera húsið upp en þær breytingar sem gerðar hafa verið passa við húsið og eru ekki eins og geimskipi hafi verið komið fyrir á Árbæjarsafni. 

Þetta hús er 224 fm að stærð og var það byggt 1912. Húsið er á þremur hæðum og er hver fm nýttur til fulls. 

Þegar inn er komið er hlýlegt um að litast. Náttúrusteinn er á gólfum í bland við gamlar gólffjalir. Hvít innrétting er í eldhúsi með fulningahurðum. Allir gluggar eru stífmálaðir hvítir og hurðir sömuleiðis. Heildarmyndin er falleg og heillandi. 

Af fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 66

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál