Ævintýrahús við sjóinn í Garðabæ

Við Miðskóga á Álftanesi í Garðabæ stendur fallegt hús með risainnigarði. Hægt er að synda í sjónum fyrir neðan húsið ef fólk kann að meta sjósund. Í innigarðinum er hægt að rækta ávaxtatré og fleira í þeim dúr. 

Húsið sjálft var byggt 1979 og er það 282 fm að stærð. Húsið býr yfir mörgum heillandi eiginleikum en það er teiknað af Gunnari Hanssyni arkitekt. Það stendur á 1.800 fm eignarlóð við sjávarsíðuna.

Þeir sem fíla svona „seventís“-áhrif á híbýlum ættu að verða hrifnir af tréverkinu í þessu húsi, gluggunum og skipulaginu. Loftin eru panilklædd og úr húsinu er fallegt útsýni út á sjó.

Forstofan er til dæmis skemmtilega hönnuð með öðruvísi upphengilausnum en gengur og gerist. 

Húsið er búið fallegum húsgögnum sem njóta sín vel í þessu fallega húsi. 

Af fasteignavef mbl.is: Miðskógar 16

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál