Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

Málning getur breytt mjög miklu.
Málning getur breytt mjög miklu. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Á vefnum MyDomaine  má finna nokkur ódýr og einföld ráð til þess veita baðherberginu smá andlitslyftingu. 

Sæti inni á baðherberginu

Það er auðvitað hægt að setjast á klósettið og baðbrúnina en í festum betri baðherbergjum er sófi eða stóll sem fólk getur tyllt sér á. Ef baðherbergið er ekki stórt er einfalt að koma fyrir litlum trékolli. 

Smart staður fyrir sápu og tannbursta

Það er smart að vera með kringlóttan gullbakka undir sápu og tannburstaglas. Það er að minnsta kosti alveg bannað að geyma sápustykki á vaskbrúninni. 

Ný baðmotta

Það þarf ekki að vera flókið né dýrt að skipta um baðmottu en getur breytt heilmiklu. 

Töff spegill

Þó svo að innréttingin komi úr baðdeildinni má alveg kaupa spegill inn á bað úr annarri deild eða jafnvel búð sem selur ekki klósett og vaska, þess vegna Kolaportinu. Öðruvísi spegill setur mikinn svip á baðherbergið. 

Snagar 

Fínustu baðherbergi njóta sín ekki ef það eru ekki staðir fyrir allt, eins og snagar fyrir handklæði og náttslopp. Litlir hlutir eins og snagar geta breytt ásýnd baðherbergisins mjög mikið. 

Mála eða veggfóðra

Ef það eru ekki flísar á veggjunum getur verið þess virði að mála eða jafnvel veggfóðra veggina. Hver sagði að baðherbergi þurfi að vera hvít?

Flott ljós

Það er að sjálfsögðu gott að vera með góða lýsingu á baðherberginu en það getur verið skemmtilegt að bæta við skemmtilegu og fallegu ljósi sem setur svip á herbergið. 

Lítill kollur getur lífgað upp á baðherbergið.
Lítill kollur getur lífgað upp á baðherbergið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál