Skemmtilega innréttað í Garðabæ

Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn og stór listaverk gera íbúðina ennþá meira heillandi. 

Alrýmið er málað grátt frá toppi til táar eða bæði loft og veggir. Það kemur vel út, sérstaklega þar sem gólfin eru flísalögð. 

Af fasteignavef mbl.is: Bjarkarás 7

mbl.is