Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Borðstofan tilbúin. Búið að mála í litnum Djúpur frá Sæju ...
Borðstofan tilbúin. Búið að mála í litnum Djúpur frá Sæju innanhússhönnuði. Liturinn er úr litakorti hennar frá Slippfélaginu.

Inga Rut Pétursdóttir er mikil smekkmanneskja og elskar að gera fallegt í kringum sig. Nýlega flutti hún og ákvað að gera borðstofuna upp á smekklegan hátt en þó án þess að eyða of miklum peningum. 

Sagan á bak við húsið er reyndar svolítið skemmtileg. Inga Rut bjó áður í húsinu, flutti úr því fyrir þremur árum, en festi nýlega kaup á því aftur. Þar býr hún ásamt þremur börnum sínum. 

Svona leit veggurinn út þegar búið var að mála hann. ...
Svona leit veggurinn út þegar búið var að mála hann. Inga Rut ákvað að sníða hillurnar í kringum þennan spegil.

„Mig vantaði skápapláss og eitthvað fallegt til að fylla upp í borðstofuna. Rýmið er lítið svo það ber ekki mikla og stóra skápa. Ég skoðaði Instagram, Pinterest og hönnunarblöð til að fá hugmyndir og fór svo í mikla leit að einhverju sem hægt væri að nota í þetta verkefni. Ég var alveg ákveðin í því að mála í sama lit og veggina og ákveðin með lit frá því ég sá þennan fyrst. Erfiðast var að finna svo réttu einingarnar og málin. Spegillinn var fastur á veggnum svo ég vann í kringum hann,“ segir Inga Rut sem naut aðstoðar föður síns sem fór nokkrar ferðir á verkstæðið til að saga hillurnar til svo þær pössuðu betur. 

Það gekk á ýmsu á meðan Inga Rut var að ...
Það gekk á ýmsu á meðan Inga Rut var að græja þetta.

Ivar-hillurnar úr IKEA eru alltaf vinsælar. Þegar Inga Rut er spurð að því hvers vegna hún hafi notað þær segir hún að það hafi komið best út. 

„Ég hafði verið að skoða þær áður í allt annað verkefni, ætlaði að nota þær sem hillur í geymslu í gamla húsinu mínu, en hætti svo við það. Ég valdi þær svo vegna þess að þær eru úr óunnum viði, svo það er auðveldara fyrir mig að mála þær. Og þær smellpössuðu með smá tilfæringum og púsluspili. Ég þarf líka að vera hagsýn og reyna að gera fallegt í kringum mig á sem ódýrastan máta þar sem ég er ein með þrjú börn.“


Hvernig leit rýmið út áður?

„Rýmið var frekar hrátt, bara spegillinn á veggnum. Þegar ég bjó hérna áður var ég með stóran skáp og skenk svo borðstofan varð þröng og óþægileg.“

Liturinn sem Inga Rut valdi á borðstofuna heitir Djúpur og er frá Slippfélaginu. Þessi litur er úr litakorti Sæbjargar Guðjónsdóttur eða Sæju sem er innanhússhönnuður.  

„Ég vildi ná fram hlýlegri og kósý stemningu þar sem er gaman að setjast niður með fólki og njóta,“ segir hún. 

Hvað kostuðu þessar breytingar?

„Breytingarnar voru rétt undir 40 þúsund krónum með málningu sem er ótrúlega vel sloppið.“

Inga Rut segir að allt flæðið í rýminu hafi breyst við þessar breytingar. 

„Stemningin breyttist mjög mikið í að það er flæði í gegnum alla neðri hæðina svo það hefur áhrif á allt rýmið. Þótt liturinn sé dökkur þá er hann mjög hlýr og þægilegur,“ segir hún. 

Pabbi Ingu Rutar hjálpaði henni að sníða hillurnar til en ...
Pabbi Ingu Rutar hjálpaði henni að sníða hillurnar til en þær heita Ivar og fást í IKEA.
Borðstofan er afar vel heppnuð eins og sést á þessari ...
Borðstofan er afar vel heppnuð eins og sést á þessari mynd.
mbl.is

Google getur ekki lagað hjónabandið

10:00 „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

05:00 Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

Í gær, 23:00 Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

Í gær, 19:00 „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

Í gær, 17:00 Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

Í gær, 14:00 „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

í gær Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

í gær Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

í fyrradag Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

í fyrradag Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

í fyrradag Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

í fyrradag Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

13.12. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

12.12. Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

12.12. Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

12.12. „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

12.12. Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

12.12. Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

11.12. Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

11.12. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »